Brendan Rodgers virðist efstur á óskalista Arsenal þegar kemur að næsta stjóra félagsins, það kostar 14 milljónir punda að kaupa hann frá Leicester.
Ekki er þó öruggt að Rodgers færi, Leicester er í öðru sæti á meðan Arsenal er í krísu.
Richard Keys, íþróttafréttamaður hjá BEIN Sports segir að Rodgers hafi á sínum tíma þráð starfið hjá Arsenal, hann segir að Rodgers hafi tjáð sér það.
Rodgers hafði stýrt Reading, Swansea, Liverpool og Celtic áður en hann tók við Leicester. Hann hefur unnið gott starf með Leicester.
Freddie Ljungberg er að stýra Arsenal þessa stundina en Unai Emery var rekinn úr starfi í síðustu viku.