fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
433Sport

Pogba áfram meiddur en Solskjær hlær af slúðri: „Algjör þvæla, bara lygi“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 3. desember 2019 10:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Pogba, miðjumaður Manchester United getur ekki spilað með liðinu gegn Tottenham á morgun. Ólíklegt er að hann geti spilað gegn Manchester City á laugardag.

Pogba hefur ekkert spilað síðan í september en hefur byrjað að æfa síðustu daga en talsvert vantar í að hann geti spilað. Möguleiki er á að Scott McTominay geti spilað.

Í dag var fjallað um í enskum blöðum að Solskjær óttaðist að vera rekinn, ef United tapar næstu tveimur leikjum. Hann segir þetta þvælu. ,,Ég er ferskur, það er ekkert vandamál,“ sagði Solskjær á fundi í dag.

,,Maður getur ekki annað en hlegið þegar maður les þessar sögur, um eitthvað sem maður á að hafa sagt. Það eru ekki neinar heimildir, þetta er skáldað. Þetta er algjör þvæla, bara lygi.“

Gengi United hefur verið slakt á þessu tímabili og ljóst má vera að pressa er á Solskjær í starfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Breiðablik að kaupa Óla Val heim úr atvinnumennsku

Breiðablik að kaupa Óla Val heim úr atvinnumennsku
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Játa mistök – Sjáðu markið sem VAR tók af en átti alltaf að standa

Játa mistök – Sjáðu markið sem VAR tók af en átti alltaf að standa
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Alfreð leggur skóna á hilluna – „Kæri fótbolti, takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér“

Alfreð leggur skóna á hilluna – „Kæri fótbolti, takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Klámstjarnan þvertekur fyrir samband við Heimsmeistarann

Klámstjarnan þvertekur fyrir samband við Heimsmeistarann
433Sport
Í gær

Voru til í að borga 700 milljónum meira fyrir Orra

Voru til í að borga 700 milljónum meira fyrir Orra
433Sport
Í gær

Reyndi að taka eigið líf eftir mikla drykkju – „Það komu dagar sem ég drakk 70 bjóra á dag“

Reyndi að taka eigið líf eftir mikla drykkju – „Það komu dagar sem ég drakk 70 bjóra á dag“