fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Bjarni Ben valinn spilltastur þingmanna – „Líklega spilltasti stjórnmálamaður Íslandssögunnar“ – Sjáðu úrslitin

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 2. desember 2019 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræða um spillingu á Íslandi hefur sjaldan verið eins áberandi og nú, eftir að mál Samherja í Namibíu komst í sviðsljósið. Gunnar Smári Egilsson, stofnandi sósíalistaflokks Íslands, blés til óformlegrar könnunar á Facebook, yfir spilltustu alþingismennina.  Reyndist Bjarni Benediktsson vera spilltastur stjórnmálamanna að mati þátttakenda.

Þann 30. nóvember spurði Gunnar Smári á Facebook:

„Samkvæmisleikur um helgi: Hvaða þingmenn eru spilltir, og líklegir til að taka sérhagsmuni fram yfir almannahag? (Leyfilegt að krossa við fleiri en einn þingmann, trillið niður listann og merkið við þau spilltu.)“

Hægt var að merkja við alla þá sem sæti eiga á Alþingi.

Úrslitin afgerandi

Gunnar kynnti síðan um úrslitin í gær:

„Þá eru það úrslitin í samkvæmisleik helgarinnar, hverjir eru spilltustu stjórnmálamennirnir, þeir sem eru líklegastir til að taka hagsmuni fárra fram yfir almannahag. Það kemur sjálfsagt fáum á óvart að það er mat þeirra sem tilheyra þessum hópi að Bjarni Benediktsson sé spilltastur þingmanna, enda er Bjarni líklega spilltasti stjórnmálamaður Íslandssögunnar og hefur tengst beint og óbeint nánast öllum hneykslismálum liðinna ára og Sjálfstæðisflokkurinn er hefur verið ormétinn af spillingarmálum í formannstíð hans,“

segir Gunnar.

Ekki er hægt að segja að um vísindalega könnun eða niðurstöðu sé að ræða, þar sem bæði spyrjandinn og vettvangurinn verður að teljast hlutdrægur og þar af leiðandi þátttakendur einnig.

Sjálfstæðisflokkurinn spilltastur – Framsókn í fjórða sæti

Gunnar tók einnig saman lista yfir hvaða stjórnmálaflokkur teldist spilltastur út frá atkvæðunum.

Þar trónir Sjálfstæðisflokkurinn í efsta sæti með 49,8 stig.

Þá kemur Miðflokkurinn með 40,7 stig.

Í þriðja sæti er VG með 18,9 stig.

Þá kemur Framsókn með 17,2 stig.

Í fimmta sæti er Viðreisn með 12,8 stig.

Þá kemur Samfylkingin og Flokkur Fólksins með 3,6 stig, og Píratar mælast með minnsta spillingu, eða 1,4 stig.

Þá vekur athygli að samkvæmt niðurstöðunum mælist Andrés Ingi Jónsson, sem nú telst utan flokka eftir úrsögn sína úr VG, með 2,1 spillingarstig.

Sigmundur Davíð í öðru sæti

Gunnar reiknaði út spillingarvísitölu út frá Bjarna, sem miðast við 100.00:

„Spilling annarra mælist sem hlutfall af spillingu Bjarna. Þannig er næst spilltasti þingmaðurinn, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, með 89,3 spillingarstig á þessari mælistiku og þeir þrír þingmenn Pírata sem fengu fæst atkvæði, Halldóra Mogensen, Jón Þór Ólafsson og Smári McCarthy, með 1,2 spillingarstig.“

Listinn í heild sinni:

1. Bjarni Benediktsson (D): 100,0
2. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M): 89,3
3. Ásmundur Friðriksson (D): 84,2
4. Kristján Þór Júlíusson (D): 81,0
5. Jón Gunnarsson (D): 73,3
6. Gunnar Bragi Sveins¬son (M): 71,2
7. Sigríður Á. Andersen (D): 64,3
8. Guðlaugur Þór Þórðarson (D): 59,6
9. Brynjar Níelsson (D): 56,6
10. Steingrímur J. Sigfússon (V): 52,7
11. Bergþór Ólason (M): 51,7
12. Páll Magnússon (D): 44,3
13. Óli Björn Kárason (D): 43,4
–. Ásmundur Einar Daðason (B): 43,4
15. Karl Gauti Hjaltason (M): 35,7
16. Birgir Ármannsson (D): 34,3
17. Ólafur Ísleifsson (M): 33,6
18. Katrín Jakobsdóttir (V): 32,3
19. Þorsteinn Sæmundsson (M): 30,4
20. Sigurður Ingi Jóhannsson (B): 28,5
21. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (D): 28,1
22. Þorgerður K. Gunnarsdóttir (C): 27,6
23. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (D): 27,1
24. Vilhjálmur Árnason (D): 22,7
25. Anna Kolbrún Árnadóttir (M): 21,6
26. Lilja Rafney Magnúsdóttir (V): 21,3
27. Haraldur Benediktsson (D): 20,2
28. Birgir Þórarinsson (M): 20,0
29. Njáll Trausti Friðbertsson (D): 18,1
30. Svandís Svavarsdóttir (V): 17,6
31. Willum Þór Þórsson (B): 17,4
32. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (V): 16,7
–. Bryndís Haraldsdóttir (D): 16,7
34. Þorsteinn Víglundsson (C): 14,8
35. Lilja Alfreðsdóttir (B): 14,6
36. Ari Trausti Guðmundsson (V): 12,5
–. Kolbeinn Óttarsson Proppé (V): 12,5
–. Sigurður Páll Jónsson (M): 12,5
39. Silja Dögg Gunnarsdóttir (B): 11,1
40. Ólafur Þór Gunnarsson (V): 10,9
41. Þórunn Egilsdóttir (B): 10,7
42. Steinunn Þóra Árnadóttir (V): 7,2
43. Logi Einarsson (S): 6,3
44. Líneik Anna Sævarsdóttir (B): 6,0
45. Ágúst Ólafur Ágústsson (S): 5,6
–. Halla Signý Kristjánsdóttir (B): 5,6
47. Rósa Björk Brynjólfsdóttir (V): 5,3
48. Hanna Katrín Friðriksson (C): 4,6
49. Guðjón S. Brjánsson (S): 4,4
50. Inga Sæland (F): 4,2
51. Jón Steindór Valdimarsson (C): 3,9
52. Helga Vala Helgadóttir (S): 3,2
53. Guðmundur Ingi Kristinsson (F): 3,0
54. Guðmundur Andri Thorsson (S): 2,8
55. Oddný G. Harðardóttir (S): 2,6
56. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (S): 2,1
–. Andrés Ingi Jónsson (utan flokka): 2,1
58. Helgi Hrafn Gunnarsson (P): 1,9
59. Björn Leví Gunnarsson (P): 1,6
60. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P): 1,4
61. Halldóra Mogensen (P): 1,2
–. Jón Þór Ólafsson (P): 1,2
–. Smári McCarthy (P): 1,2

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum
Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump