fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fréttir

Níu ára drengur hrasaði þegar hann var í feluleik – Kemst í sögubækur fyrir vikið

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. júlí 2017 06:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er stundum sagt að einhver hafi verið svo lánsamur að hrasa um eitthvað en það er þó yfirleitt ekki meint í bókstaflegri merkingu. En þegar níu ára drengur hrasaði í nóvember á síðasta ári var það svo sannarlega mikið lán. Að minnsta kosti gleymist drengurinn ekki og hefur tryggt sér pláss í sögubókum framtíðarinnar.

Í frétt NYTimes af málinu kemur fram að drengurinn, Jude Sparks, hafi verið í gönguferð með fjölskyldu sinni í útjaðri bæjarins Las Cruces í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum. Skyndilega ákvað Jude að fela sig fyrir bræðrum sínum en þá hnaut hann um eitthvað sem stóð upp úr jörðinni.

Í fyrstu hélt hann að um steingert tré væri að ræða en yngri bróðir hans taldi að um kjálka úr kú væri að ræða. Foreldrunum fannst hluturinn hins vegar líkjast fíl og þau tóku myndir af honum til að þau gætu leyst málið síðar.

“Lögun hlutarins var undarleg. Ég vissi bara að þetta var eitthvað sem maður finnur ekki víða.“

Sagði Jude í samtali við NYTimes.

Peter Houde með steingervinginn.
Peter Houde með steingervinginn.

Fjölskyldan leitaði á netinu en tókst ekki að finna neitt sem passaði við það sem Jude hafði hrasað um. Þau sendu því að lokum tölvupóst til Peter Houde, sem er líffræðiprófessor við New Mexico ríkisháskólann. Hann sá strax hvað Jude hafði hrasað um, horn og hauskúpu af Stegomastodon en það dýr var uppi fyrir um 1,2 milljónum ára og lifði aðallega í Norður-Ameríku. Dýrið líkist fílum nútímans og var með langar vígtennur.

Mynd: Wikimedia Commons

Houde segir að þetta sé mjög óvenjulegur fundur og Sparks fjölskyldan eigi svo sannarlega hrós skilið fyrir að hafa tilkynnt um þetta í stað þess að fara sjálf að grafa hauskúpuna upp því það hefði getað eyðilagt hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Drengurinn sem grunaður er um hnífstunguárásina á menningarnótt áfram í gæsluvarðhaldi

Drengurinn sem grunaður er um hnífstunguárásina á menningarnótt áfram í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing
Fréttir
Í gær

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lést í Hlauptungufossi var frá Katar

Maðurinn sem lést í Hlauptungufossi var frá Katar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Í fyrsta skiptið í mínu lífi var ég meðhöndlaður eins og hundur“

„Í fyrsta skiptið í mínu lífi var ég meðhöndlaður eins og hundur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dópsali með fulla vasa af peningum sagðist hafa verið að selja vændi

Dópsali með fulla vasa af peningum sagðist hafa verið að selja vændi