Arsenal hefur ákveðið að reka Unai Emery úr starfi sem knattspyrnustjóra félagsins. Þetta var staðfest rétt í þessu.
Arsenal hefur spilað illa síðustu vikur. Gengi liðsins síðustu vikur er það versta frá 1992. Arsenal hefur ekki unnið í síðustu sjö leikjum en liðið tapaði gegn Frankfurt í Evrópudeildinni í gær.
Liðið heimsækir Norwich á sunnudag í leik sem liðið ætti á eðlilegum degi að vinna. Freddie Ljungberg muni stýra liðinu þar.
Emery tók við Arsenal ef Arsene Wenger en hann stýrði 51 deildarleik með Arsenal, þar náði hann í 88 stig. Það er sami stigafjöldi og Wenger náði í sama leikjafjölda undir restina hjá sér.
Emery vann 25 af 51 leik sínum í starfi í deildinni en örlög hans réðust í gær þegar liðið tapaði gegn Frankfurt.