Það eru um tvær vikur í að Paul Pogba, miðjumaður Manchester United verði leikfær en hann hefur ekki spilað síðan í september.
Pogba hefur verið meiddur á ökkla en hann hefur síðustu daga og vikur verið í Miami, þar hefur hann verið að koma sér í form á nýjan leik.
,,U liðið, takk fyrir allt. Ég átti frábæra tíma með ykkur,“ skrifar Pogba á Instagram, um fólkið sem hann hefur hjálpað honum í endurhæfingu.
Pogba er mættur heim til Manchester og fer nú að hefja æfingar með liðinu, vonast er til að hann geti spilað sem fyrst.
United er þunnskipað á miðsvæðinu og liðið má illa við því að Pogba sé lítið með.