fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Svarthöfði gerist áhrifavaldur með stórmennskubrjálæði

Svarthöfði
Laugardaginn 30. nóvember 2019 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði íhugar nú að gerast svonefndur áhrifavaldur. Það virðist vera arðbær bransi með gífurlegu magni af fríðindum. Svo mikið af fríðindum að einn áhrifavaldur sagði í svari sínu til Neytendastofu, í tilefni af lögbrotum hans, að gjafirnar væru orðnar svo margar, að magnið væri gríðarlegt og oft og tíðum um mikla kvöð að ræða vegna óumbeðinna póstsendinga og átroðnings. Þetta hljómar eins og fullkomið fyrirkomulag í eyrum Svarthöfða. Svo mikið af gjöfum að maður fær hreinlega nóg. Slíkt hefur Svarthöfði ekki upplifað sjálfur, jafnvel ekki í fermingunni.

Annað sem freistar Svarthöfða við þetta fyrirkomulag er hvað hann virðist þá mega vera góður með sig. Svarthöfði er það reyndar fyrir, en alltaf má á sig blómum bæta. Forhertur þrifa-áhrifavaldur gerðist nefnilega svo kræfur að svara Neytendastofu fullum hálsi eftir að verða uppvís að lögbroti. Hún hafði nefnilega ekki sjálf verið höfð með í ráðum þegar leiðbeiningarreglur um áhrifavalda voru samdar. Neytendastofa hafði enn fremur ekki boðað hana á námskeið til að kenna henni reglurnar, og svo taldi hún líka að Neytendastofu hefði aðeins verið tilkynnt um lögbrot hennar vegna óvildar óvina hennar sem vilji skemma fyrir henni. Þvílíkt oflæti, þvílík dásemd. Þetta líkar Svarthöfða, enda lengi talið sig yfir lög og reglur hafinn.

Næst þegar Svarthöfði verður tekinn fyrir hraðakstur eða óspektir á almannafæri ætlar hann að mótmæla öllum fyrirhuguðum refsiaðgerðum yfirvalda. Hann hefur nefnilega aldrei verið kallaður á neitt námskeið, þessi lög voru ekki samin í samráði við hann og þar að auki er gífurleg kvöð að þurfa að fara eftir umferðarreglunum. Skítt með það að lögin séu til, aðgengileg öllum og auk þess til leiðbeiningar. Svarthöfði er núna áhrifavaldur og mun því ekki una því að til þess sé ætlast að hann lesi sjálfur eitthvað að eigin frumkvæði. Það er bara fyrir auman pöpulinn, og þeir sem hafa eitthvað út á það að setja eru sjálfkrafa óvinir Svarthöfða. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Í gær

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Í gær

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Í gær

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný