Florentino Perez, forseti Real Madrid eru sagður vera að klár planið fyrir félagaskiptagluggann í janúar. Hann ætlar sér að kaupa Paul Pogba, frá Manchester United ef marka má fréttirnar.
Real Madrid hafði mikinn áhuga á Pogba í sumar en miðjumaðurinn vildi ólmur fara frá United. Það gekk hins vegar ekki upp.
Real Madrid ætlar að reyna aftur í janúar ef marka má fréttir á Spáni, þar er sagt að forsetinn muni gera sitt besta í janúar.
Spænskir miðlar segja að Perez ætli að bjóða 72 milljónir punda og tvo leikmenn. Leikmennirnir sem eru nefndir eru þeir James Rodriguez og Mariano Diaz.
Ekki er talið að United stökkvi á slíkt tilboð en félagið vill fá vel yfir 100 milljónir punda fyrir Pogba.