fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Keyptu flokkunarvél fyrir 40 milljónir en vilja ekki nota hana – „Enn eitt bruðlið í borginni“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 10:00

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fundur borgarráðs er um það bil að hefjast. Hér er fyrirspurn sem ég mun leggja fyrir og varðar enn eitt bruðlið í borginni, að þessu sinni í Sorpu og 40 milljóna flokkunarvél sem keypt var en borgin notar ekki: Fulltrúi Flokks fólksins vill spyrja af hverju þeir sem standa saman að byggðasamlögum vinni ekki saman að sorphirðu, skipulagningu og ákvörðunum?“

svo segir Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, í stöðufærslu í morgun.

Byggðarsamlagið Sorpa er í eigu sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þeirra á meðal eru Reykjavíkurborg og  Kópavogur. Byggðarsamlaginu var ráðgert af tækniráði Sorpu að festa kaup á rúmlega 40 milljón króna flokkunarvél til að flokka plast. Var hún sögð borga sig upp ef hún yrði nýtt af öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Var vélin því keypt.

Hinsvegar hafa Reykjavíkurborg og Kópavogur ekki nýtt vélina, heldur notast við aðrar aðferðir til flokkunar.

Fátt um svör

Stjórnarformaður Sorpu er Birkir Jón Jónsson, sem jafnframt er bæjarfulltrúi í Kópavogi. Hann sagði við RÚV í gær að Kópavogur hefði óskað eftir fundi með hinum sveitarfélögunum um að samræma plasthirðu:

„Nei, þetta er ekki ásættanlegt. Þetta er bæði ruglingslegt og óskilvirkt fyrirkomulag. Við höfum í bæjarstjórn Kópavogs ályktað og bókað um það að bjóða öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu til viðtals um það hvernig við getum samræmt flokkun sorps á höfuðborgarsvæðinu.“

Aðspurður hvort það skjóti ekki skökku við að kaupa 40 milljón króna tæki til þess eins að nota það ekki, svaraði Birkir:

„Hvert og eitt sveitarfélag hefur sjálfsákvörðunarrétt hvað varðar þessi mál en eins og ég sagði og segi enn, nú erum við að fara að taka í gagnið gas- og jarðgerðarstöð og á þeim tímamótum finnst mér brýnt að sveitarfélögin ræði saman með hvaða hætti og hvernig sé best að halda á þessum málum til framtíðar bæði út frá umhverfislegum sjónarmiðum en ekki síður út frá rekstrarlegum forsendum vegna þess að þessi málaflokkur er að þyngjast hvað var varðar útgjöld sveitarfélaga.“

Þá var Birkir Jón spurður af hverju Kópavogur nýtti ekki flokkunargræjuna:

„Þetta var ákvörðun sem var tekin á síðasta kjörtímabili. Það er nú svo að hvert sveitarfélag telur að sín flokkun sé sú besta sem fyrirfinnst.“

Hugsanlega eru þó önnur öfl hér að verki en flokkunarstolt, því samkvæmt Rögnu Ingibjörgu Halldórsdóttur, deildarstjóra hjá Sorpu, er þrýstingur frá þjónustufyrirtækjum um að Sorpa kaupi þeirra þjónustu:

„Ég kannast nú ekki við það sjálfur. Hins vegar er samkeppni á þessum markaði,“

sagði Birkir Jón við RÚV.

Leggja niður byggðarsamlagið ?

Kolbrún hyggst krefjast svara á fundi borgarráðs í dag um málið og spyr meðal annars hvort leggja þurfi byggðarsamlagið niður:

„Flokkur fólksins spyr af hverju Reykjavík notar ekki vélina og hvort það var ekki vitað að Reykjavík ætlaði ekki að nota vélina áður en ráðist var í kaupin? Það er alvarlegt og illa farið með fé borgarbúa ef þeir geta ekki nýtt rúmlega fjörutíu milljóna króna vélbúnað sem byggðasamlagið keypti til flokkunar á plasti. Reykvíkingar þurfa að leigja tunnu undir plast, fara með það í grenndargám eða á endurvinnslustöð í stað þess að njóta góðs af flokkunarvélinni. Er ekki tímabært að leggja niður þetta byggðasamlag?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?