Jurgen Klopp, stjóri Liverpool hefur beðist afsökunar á því að Liverpool hafi ekki tryggt sig áfram í Meistaradeildinni í gær. Þetta gerði hann í léttu gríni.
Liverpool gerði jafntefli við Napoli á heimavelli og því er leikurinn gegn Salzburg eftir tvær vikur ansi mikilvægur. Tapi Liverpool, gæti liðið fallið úr leik.
,,Þetta er opið í riðlinum, það er allt í góðu. Auðvitað hefðum við viljað fara áfram fyrir hann, en þetta er í lagi,“ sagði Klopp.
,,Ég veit að stundum væri gott að vera ekki á fullu í öllum leikjum en þetta er þannig nú þegar.“
Hann veit að stuðningsmenn Liverpool hefðu viljað fara til Austurríkis og hafa það náðugt, versla jólagjafir og slaka. ,,ÉG veit að fólk vildi fá smá jólaleik þarna í Salzburg, það verður ekki. Ég biðst afsökunar, það er alltaf eitthvað.“