fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Eyjan

Andrés Ingi segir sig úr VG og hjólar í flokkinn – Þetta gerði útslagið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 15:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmaðurinn Andrés Ingi Jónsson hefur sagt sig úr þingflokki VG og hyggst starfa sem óháður þingmaður út kjörtímabilið.

Andrés Ingi hefur ásamt Rósu Björk Brynjólfsdóttur verið andsnúinn núverandi stjórnarsamstarfi VG við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn.

Eftir úrsögn Andrésar Inga hefur ríkisstjórnin 34 þingmenn af 63 á Alþingi.

Í yfirlýsingu frá Andrési segist hann hafa reynt að vinna af fullum krafti fyrir þeim hugsjónum sem hann var kosinn fyrir. En samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn geri honum ókleift að standa við sannfæringu sína. Hann segir VG hafa fjarlægst það sem flokkurinn stendur fyrir.

Yfirlýsing Andrésar Inga eftir eftirfarandi:

Um þessar mundir eru tvö ár síðan flokksráð Vinstri grænna samþykkti að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Sú ákvörðun var nógu umdeild til að fjöldi félaga sagði skilið við hreyfinguna. Þrátt fyrir að ég hafi ekki stutt ríkisstjórnina á flokksráðsfundi ákvað ég að starfa áfram innan þingflokks VG – ekki síst til að styðja hina ágætu ráðherra Vinstri grænna til góðra verka.
Eins og við var að búast hefur verið nokkur áskorun að takast á við samskipti og samstarf í þingflokknum eftir þann ágreining sem stjórnarsamstarfið skapaði. Þó tel ég að við höfum öll lagt okkur fram um að vinna sem best saman.
Það hafa á þessu tíma safnast upp dæmi sem mér þykja til marks um það sem ég óttaðist í upphafi: að Vinstri græn ættu sífellt erfiðar með að veita samstarfsflokkunum mótspyrnu og stjórnarsamstarfið færðist enn fjær því sem flokkurinn ætti að standa fyrir. Vissulega höfum við náð árangri en oft hafa málamiðlanir fallið fjarri okkar hugsjónum, eins og birtist til að mynda í stjórnarfrumvarpi um útlendinga á liðnu vori. Aðkallandi aðgerðir til að sporna við hamfarahlýnun hafa ekki gengið jafn langt og ég tel nauðsynlegt og sjálfsagt í ríkisstjórn undir forystu grænnar hreyfingar.
Síðastliðin tvö ár hef ég upplifað að samstarfið hefti mig í að vinna af fullum krafti fyrir þeim hugsjónum sem ég var kosinn fyrir. Nú er svo komið að ég tel fullreynt að ég geti sinnt þingstörfum eftir samvisku minni og sannfæringu við núverandi aðstæður.
Fyrr í dag kvaddi ég félaga mína í þingflokki Vinstri grænna og þakkaði þeim samfylgdina. Ég hef tilkynnt forseta Alþingis að ég hafi sagt mig úr þingflokknum og muni starfa sem þingmaður utan þingflokka.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK