fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Fréttir

Nöfn umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra ekki birt

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 14:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listi yfir þá umsækjendur sem sækjast eftir stöðu útvarpsstjóra verður ekki birtur opinberlega. Ráðningarfyrirtækið Capacent er sagt hafa lagt þetta til og markmiðið sé að auka möguleika á betri umsækjendum. RÚV greinir frá.

Auglýst var eftir nýjum útvarpsstjóra um miðjan nóvembermánuð en umsóknarfrestur er til 2. desember. Magnús Geir Þórðarson, sem gegnt hefur stöðunni undanfarin ár, var ráðinn Þjóðaleikhússtjóri og tekur hann við því starfi um áramótin.

Kári Jónasson, stjórnarformaður RÚV, segir í frétt RÚV að stjórnin hafi ákveðið að fara að ráðum Capacent og birta ekki listann yfir umsækjendur opinberlega. Þá kveðst hann ekki hafa upplýsingar um hversu margir hafa þegar sótt um stöðuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segja Ragnar Þór hafa þegið biðlaun upp á um 10 milljónir króna samhliða þingfarakaupi

Segja Ragnar Þór hafa þegið biðlaun upp á um 10 milljónir króna samhliða þingfarakaupi
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segja að Leigufélag aldraðra hafi orðið „fórnarlamb óráðvandra athafnamanna sem fyrst og fremst var umhugað um að þyngja eigin pyngju“

Segja að Leigufélag aldraðra hafi orðið „fórnarlamb óráðvandra athafnamanna sem fyrst og fremst var umhugað um að þyngja eigin pyngju“