fbpx
Þriðjudagur 17.september 2024
Eyjan

Leigukostnaður landlæknisembættisins yfir 660 milljónir króna

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 10:09

Alma Möller, landlæknir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landlæknisembættið hefur greitt alls um 480 milljónir króna í leigu vegna húsnæðis við Austurströnd og Barónsstíg frá árinu 2011. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Sigurðar Páls Jónssonar, þingmanns Miðflokksins.

Þá er leigukostnaður vegna skrifstofu embættisins á Landspítalanum, Eiríksgötu 5, 120.2 milljónir árið 2018. Leigukostnaður fyrir húsnæði Blóðbankans að Snorrabraut var tæpar 60 milljónir árið 2018.

Tíðir flutningar

Embættið er nú flutt í Höfðatorg, Katrínartúni 2,  eftir að hafa verið í Skógarhlíð og á Rauðarárstíg í skamman tíma, vegna myglu sem kom upp á Barónsstíg.

Landlæknisembættið var áður til húsa að Austurströnd 5, hvar það greiddi alls 110 milljónir í leigu frá 2011 til 2015. Nam meðaltalsleiga á fermetra 1.692 krónum. Hiti og rafmagn kostaði alls 7.6 milljónir.

Eftir sameininguna við Lýðheilsustöð þótti það húsnæðið of lítið og var því starfsemin flutt að hluta á Barónsstíg 47 sumarið 2011. Þar var embættið þangað til í maí á þessu ári.

Leigukostnaður var alls 370.7 milljónir króna á því tímabili, og hita og rafmagnskostnaður var 13.8 milljónir.

  • Kostnaður embættisins vegna myglu sem upp kom á Barónsstíg nam 18.7 milljónum.
  • Þar af kostaði skýrsla óháðs matsmanns 5.3 milljónir.
  • Úttektir Mannvits og Eflu verkfræðistofa á húsnæðinu kostuðu einnig 5.3 milljónir.
  • Sendibílakostnaður nam 3.7 milljónum.
  • Embættið leigði á meðan húsnæði í Skógarhlíð í þrjá mánuði, sem kostaði 3.1 milljón.
  • Þá kostaði 1.2 milljónir að þrífa húsnæðið í Skógarhlíð.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir skýrslu SFS um áhrif veiðigjalda á sjávarútveginn og hagkerfið vera enn eina grátskýrsluna studda falsrökum

Segir skýrslu SFS um áhrif veiðigjalda á sjávarútveginn og hagkerfið vera enn eina grátskýrsluna studda falsrökum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jóhannes krefur Kristrúnu um svör hvernig hún hyggist þrengja að ferðaþjónustunni – „Það eru margir sem bíða svars eftir þetta útspil í gær“

Jóhannes krefur Kristrúnu um svör hvernig hún hyggist þrengja að ferðaþjónustunni – „Það eru margir sem bíða svars eftir þetta útspil í gær“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Svönu líst ekki á blikuna: Ábyrgðarleysi að vara ekki við

Svönu líst ekki á blikuna: Ábyrgðarleysi að vara ekki við
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tveir fundir og tvenns konar hugmyndafræði

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tveir fundir og tvenns konar hugmyndafræði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sænskir hægri menn segja vinstri menn komast upp með gyðingahatur

Sænskir hægri menn segja vinstri menn komast upp með gyðingahatur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Eiríkur Bergmann: Vinstri-hægri ásinn er ekki bein lína heldur hestaskeifa – vinstri-hægri öfgarnar mætast

Eiríkur Bergmann: Vinstri-hægri ásinn er ekki bein lína heldur hestaskeifa – vinstri-hægri öfgarnar mætast