Landlæknisembættið hefur greitt alls um 480 milljónir króna í leigu vegna húsnæðis við Austurströnd og Barónsstíg frá árinu 2011. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Sigurðar Páls Jónssonar, þingmanns Miðflokksins.
Þá er leigukostnaður vegna skrifstofu embættisins á Landspítalanum, Eiríksgötu 5, 120.2 milljónir árið 2018. Leigukostnaður fyrir húsnæði Blóðbankans að Snorrabraut var tæpar 60 milljónir árið 2018.
Embættið er nú flutt í Höfðatorg, Katrínartúni 2, eftir að hafa verið í Skógarhlíð og á Rauðarárstíg í skamman tíma, vegna myglu sem kom upp á Barónsstíg.
Landlæknisembættið var áður til húsa að Austurströnd 5, hvar það greiddi alls 110 milljónir í leigu frá 2011 til 2015. Nam meðaltalsleiga á fermetra 1.692 krónum. Hiti og rafmagn kostaði alls 7.6 milljónir.
Eftir sameininguna við Lýðheilsustöð þótti það húsnæðið of lítið og var því starfsemin flutt að hluta á Barónsstíg 47 sumarið 2011. Þar var embættið þangað til í maí á þessu ári.
Leigukostnaður var alls 370.7 milljónir króna á því tímabili, og hita og rafmagnskostnaður var 13.8 milljónir.