fbpx
Fimmtudagur 05.desember 2024
Eyjan

Fyrrverandi fjármálastjóri Samherja stígur fram –„Ég fylgdist ekki með einstaka greiðslum“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 15:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var búinn að vinna svo lengi með þessu fólki og ég á bara svo erfitt með að trúa þessu,“ segir Sigursteinn Ingvarsson, sem var fjármálastjóri Samherja í 14 ár, þangað til að hann hætti árið 2016, við Stundina.

Samkvæmt Samherjaskjölunum hafði Sigursteinn réttindi til að millifæra og hafa umsjón með bankareikningi félags Samherja á Kýpur, Esju Seafood, sem til dæmis var notað til að greiða mútur upp á hálfan milljarð króna til Tundavala Investments í Dubai, að sögn Stundarinnar.

Sigursteinn segir við Stundina að hann hafi ekkert vitað um mútugreiðslurnar. Þá segir hann einnig að hann hafi ekki vitað af því að hann hefði haft leyfi til að millifæra af reikningi Esju Seafood:

„Nei. Ok, ég vissi það ekki. Þetta kemur mér verulega á óvart. Ég þekki þetta ekki.“

130 félög í samstæðu Samherja

Segir Sigursteinn að hann hafi fyrst frétt af málinu í fjölmiðlum og að þó svo hann hafi verið fjármálastjóri hafi hann ekki haft vitneskju um allt sem fór fram í fjölmörgum félögum Samherja:

„Það eru 130 félög í samstæðunni og ég treysti bara þeim uppgjörum sem komu frá endurskoðendum í hverju landi, og að þeir fjármálastjórar sem væru að vinna í þessum löndum úti, og allan heim, væru að vinna vinnuna sína. Ég fylgdist ekki með einstaka greiðslum úti í heimi. Ég fylgdist bara með því uppgjörin væru endurskoðuð. Ég var ekki að velta því fyrir mér hvert greiðslurnar fóru í hverju landi fyrir sig. Einungis endurskoðuð uppgjör fengu ekki að fara inn í samstæðu Samherja. Þetta er náttúrulega gríðarlega stór samstæða. Ég fylgdist með rekstrinum en ekki einstaka peningafærslum.“

Engin gögn um Sigurstein

Stundin tekur fram að engin gögn sýni fram á að Sigursteinn hafi komið að því að skipuleggja mútugreiðslurnar. Engir tölvupóstar eða önnur gögn sýni fram á aðkomu hans að einhverju vafasömu. Hinsvegar er sagt að Sigursteinn hafi hinsvegar verið einn háttsettasti stjórnandi félagsins.

Sigursteinn segist hinsvegar ekkert hafa vitað um neitt vafasamt:

„Auðvitað var rætt um þessi félög og farið yfir reksturinn almennt, en daglegur rekstur er bara í viðkomandi landi /

En eins og ég segi þá finnst mér bara eðlilegt á þessari stundu að málið verði rannsakað. Ég tjái mig kannski meira um þetta eftir það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stefnir í afar spennandi nótt hjá Brynjari – Er inni sem jöfnunarmaður

Stefnir í afar spennandi nótt hjá Brynjari – Er inni sem jöfnunarmaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Við höfum engan heillandi leiðtoga með sýn og það er okkur erfitt“ 

Fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Við höfum engan heillandi leiðtoga með sýn og það er okkur erfitt“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Hægri eða vinstri? Röng spurning. Það þarf hvort tveggja“

„Hægri eða vinstri? Röng spurning. Það þarf hvort tveggja“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefán Einar birtir kosningaspá sína – Telur að Píratar detti út og Sjálfstæðisflokkurinn taki fram úr Samfylkingunni

Stefán Einar birtir kosningaspá sína – Telur að Píratar detti út og Sjálfstæðisflokkurinn taki fram úr Samfylkingunni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gógó Starr hjólar í Sigmund Davíð – „Mjög opinskátt hatursfullur í garð hinsegin- og trans fólks“

Gógó Starr hjólar í Sigmund Davíð – „Mjög opinskátt hatursfullur í garð hinsegin- og trans fólks“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Samkomulag við Arion banka og Landsbankann um fjármögnun First Water

Samkomulag við Arion banka og Landsbankann um fjármögnun First Water