Það er talið að dagar Marco Silva í starfi, stjóra Everton séu í raun taldir. Aðeins sé verið að finna rétta manninn í hans starfið.
Silva fékk tækifæri á að snúa genginu við um helgina en liðið tapaði óvænt 0-2 heima gegn Norwich.
Enskir miðlar segja að Everton hafi haldið reglulega fundi síðustu daga, stjórnin sé ekki sammaála um skrefið sem á að taka. Sökum þess sé Silva enn í starfi.
Gylfi Þór Sigurðsson var fyrirliði Everton í tapinu gegn Norwich en gengi liðsins er langt undir væntingum. Silva er á sínu öðru tímabili með Everton.
Nú segir Sky Sports að Silva muni stýra Everton gegn Leicester um helgian en liðið mætir mörgum af stærri liðum deildarinnar í næstu leikjum.
Marco Silva will be in charge of Everton when they take on Leicester this Sunday, Sky Sports News understands.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 26, 2019