fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
433Sport

Smalling æði á Ítalíu: Roma reynir að kaupa hann frá Manchester

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt fréttum á Ítalíu ætlar Róma nú að setja fullan kraft í það kaupa Chris Smalling, frá Manchester United.

Smalling er á láni hjá Roma og hefur slegið í gegn á fyrstu mánuðum, félagið hefur gert tilboð í Smalling sem var hafnað.

Nú er sagt að Roma ætli að hækka tilboðið sitt en Tiziano Pasquali, sem kom Smalling á láni til Roma er mættur á skrifstofu félagsins. Þar er reynt að teikna upp plan til að kaupa Smalling.

Sagt er að Roma ætli að reyna að bjóða 13 milljónir punda en ekki er víst að United taki því.

Smalling er með samning til 2022 við United og hefur vakið athygli enda hafði Ole Gunnar Solskjær, ekki áhuga á að nota hann hjá Manchester United.

Smalling hefur spilað 323 leiki fyrir United en hann kom frá Fulham árið 2010.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hefur áhyggjur af Sancho hjá Chelsea og færir rök fyrir máli sínu

Hefur áhyggjur af Sancho hjá Chelsea og færir rök fyrir máli sínu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Andri framlengir í Garðabæ

Andri framlengir í Garðabæ
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Breiðablik að kaupa Óla Val heim úr atvinnumennsku

Breiðablik að kaupa Óla Val heim úr atvinnumennsku
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Játa mistök – Sjáðu markið sem VAR tók af en átti alltaf að standa

Játa mistök – Sjáðu markið sem VAR tók af en átti alltaf að standa
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Neville veður í tvær stjörnur United fyrir hegðun þeirra um liðna helgi

Neville veður í tvær stjörnur United fyrir hegðun þeirra um liðna helgi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Amorim styður hugmynd United að sækja hann aftur

Amorim styður hugmynd United að sækja hann aftur