fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

Jóhannes Samherja-uppljóstrari óttaðist um líf sitt – „Árásirnar byrjuðu fyrir þremur árum“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 14:00

Mynd: Auðunn Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari í Samherjamálinu, segir að öryggi sínu hafi verið ógnað síðan hann fór fyrst til Namibíu á vegum Samherja. Þess vegna hafi hann gengið með lífverði sér við hlið á ferðum sínum.

Mikið hefur verið fjallað um afleiðingar uppljóstrunar Kveiks og Stundarinnar um mútugreiðslur Samherja. Namíbískir miðlar hafa þá verið duglegir þegar kemur að því að greina frá málinu en Samherji hafði mikil áhrif á Namibíu þar sem mikill hagnaður fór úr landinu vegna fyrirtækisins.

Í miðlinum The Namibian er greint frá því að Jóhannes hafi talið líf sitt vera í hættu á ferðum sínum í Namibíu. „Öryggi mitt hefur verið mér mikið áhyggjuefni síðan ég fór fyrst þangað á ferðum fyrirtækisins og líf mitt var í hættu,“ segir Jóhannes í The Namibian.

„Ég ferðaðist með lífvörðum þegar þess gerðist þörf. Auk þess vann ég með stjórnvöldum í sumum löndum til að vera viss um öryggi mitt. Það verða ábyggilega flestir uppljóstrarar í heiminum fyrir persónulegum árásum í þeim tilgangi að rýra trúverðugleika þeirra. Þeir sem vilja stöðva uppljóstrara eiga það til að maka skít á þá með það að markmiði að saxa á trúverðugleikann. Ég verð ábyggilega engin undantekning frá þessu og þeir sem vilja stoppa mig muna að öllum líkindum ráðast á mig persónulega, ég býst við því.“

Jóhannes heldur áfram og talar um það þegar árásirnar byrjuðu. „Árásirnar byrjuðu fyrir þremum árum held ég, það var þegar ég fór frá fyrirtækinu,“ segir hann. „Nú þegar sannleikurinn er kominn í ljós þá getum við búist við miklu meira. Við verðum að hafa það í huga að þeir sem eru á bakvið spillinguna hafa ekkert annað til að verja sig með. Þess vegna er líklegt að þeir ráðist á manneskjuna sem stígur fram en sönnunargögnin tala fyrir sig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Landflótta norðurkóreskir hermenn segja norðurkóresku hermennina í Úkraínu vera úr úrvalssveitum

Landflótta norðurkóreskir hermenn segja norðurkóresku hermennina í Úkraínu vera úr úrvalssveitum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eigandi rússnesks skips segir að því hafi verið sökkt vísvitandi – „Hryðjuverk“

Eigandi rússnesks skips segir að því hafi verið sökkt vísvitandi – „Hryðjuverk“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Voru gerð mistök við val á íþróttamanni ársins? – „Mér brá óneitanlega mikið í kvöld“

Voru gerð mistök við val á íþróttamanni ársins? – „Mér brá óneitanlega mikið í kvöld“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkfundurinn var aðeins byrjunin á ótrúlegri fléttu – „Ruglað fólk gerir ruglaða hluti“

Líkfundurinn var aðeins byrjunin á ótrúlegri fléttu – „Ruglað fólk gerir ruglaða hluti“