Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports og fyrrum fyrirliði Manchester United segir að félagið verði að kaupa miðjumenn. Hann segir félagið þurfa 5-6 nýja leikmen.
Félagið þarf að byrja á miðsvæðinu að mati Neville og það strax í janúar.
,,Miðjan hjá Manchester United er vandamálið, það er bara alveg á hreinu. Með Scott McTominay er þetta líka vandamál, þeir hafa ekki styrkt það svæði. Svo er það Pogba sem er meiddur,“ sagði Neville.
,,Þeir þurfa framherja og tvo miðjumann, svo þurfa þeir vinstri bakvörð. Það þarf fimm eða sex leikmenn.“
,,Þeir gera þetta ekki allt í janúar, vandræði Manchester United eru á miðsvæðinu. Það þarf að stoppa það vesen, þeir þurfa styrk á miðsvæðið.“