fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Þórður stendur seðlabankastjóra að lygi –„Það er víst bæði ósmekklegt og sérkennilegt að tala um þetta upphátt“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 25. nóvember 2019 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hefur farið mikinn um fjárfestingaleið Seðlabanka Íslands sem gerði fjárfestum kleift að flytja inn fé hingað til lands að utan, eða alls um 206 milljörðum íslenskra króna.

Þórður hefur nefnt að á þessum tíma hafi varnir bankanna gegn peningaþvætti verið stórkostlega ábótavant, en sem kunnugt er var Ísland sett á gráan lista FATF, samtaka sem vinna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Hefur Þórður sagt að fjárfestingaleið seðlabankans hafi verið kjörin leið til að þvo peninga og spurt hvort Ísland hafi verið risavaxin peningaþvottastöð.

Engin athugasemd ?

Í viðtali við Frjálsa verslun segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, að ekki hafi verið gerð athugasemd við varnir bankanna gegn peningaþvætti:

„Ég verð að viðurkenna að mér þykir umræðan um að Seðlabankinn hafi verið peningaþvottastöð í tengslum við fjárfestingaleiðina mjög sérkennileg. Eiginlega allir peningarnir sem komu í gegnum þessa leið komu frá íslensku bönkunum og eins og sagði þá hefur aldrei verið gerð athugasemd við varnir þeirra gegn peningaþvætti. Það að segja að Seðlabankinn sé peningaþvottastöð er því eins og að segja að allt íslenska bankakerfið hafi stundað peningaþvætti, sem ég held að sé ekki rétt þó maður geti auðvitað aldrei útilokað neitt.“

Þessi ummæli standast ekki skoðun að mati Þórðar, sem bregst við ummælum Ásgeirs í dag.

Fjölmargar athugasemdir

„Hér segir seðlabankastjóri að það hafi aldrei aldrei „verið gerð athugasemd við varnir þeirra[íslensku bankanna] gegn peningaþvætti,“

segir Þórður og bendir á tvær fréttir Kjarnans þar sem fjallað er um fjölmargar athugasemdir Fjármálaeftirlitsins gegn viðskiptabönkunum. Hann virðist því hafa staðið seðlabankastjóra að lygi:

Í mesta bróðerni bendi ég honum á að kíkja á þær athugasemdir sem Fjármálaeftirlitið gerði við peningaþvættisvarnir bankanna fyrir hrun, eftir fyrstu úttekt FATF 2006, sjá hér. Svo er hægt að benda á einu athugunina á þeim sem FME hefur birt eftir að úttekt FATF var gerð 2018, á Arion banka, sjá hér. Samkvæmt mínum upplýsingum var staðan ekki mikið betri í hinum bönkunum, þótt FME hafi enn ekki birt þær niðurstöður af einhverjum ástæðum. Svo getur Seðlabankinn líka bara rætt við þá sem vinna í bönkunum og spurt hvort þessi mál hafi verið í lagi. Ég hef rætt við ansi marga sem komu að þessum málum, frá öllum bönkunum fjórum, og svarið hjá þeim öllum er að varnirnar væru í ólagi. Það sama segja allir sem vinna að rannsóknum og eftirliti þegar þeir tjá sig óopinberlega.“

Ekki viðeigandi

Þórður segist ekki vita hvort hér hafi verið stundað peningaþvætti, en fáránlegt sé að neita fyrir það meðan málið hafi ekki verið rannsakað, enda hafi umhverfið hér á landi verið kjörið til að þvo peninga. Hinsvegar sé umræðan um málið orðið að feimnismáli, sem sé skrítið, enda hafi nýlega verið upplýst um vafasama viðskiptahætti Samherja:

„En það er víst bæði ósmekklegt og sérkennilegt að tala um þetta upphátt. Ekki viðeigandi. Svo lengi sem við segjum að það hafi ekki verið neitt peningaþvætti, þótt við höfum ekki hugmynd um hvort það hafi verið eða ekki, þá á að taka því sem gefnum hlut. Minni svo á að eitt stærsta íslenska fyrirtækið sem stundar alþjóðleg viðskipti liggur undir grun í nokkrum löndum að hafa þvættað peninga í gegnum skattaskjól. Fyrirtæki með umsvifamikla starfsemi á Íslandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka