fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Ríkisendurskoðandi hafnar afsökun Kára – „Alveg skýr lagaskylda“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 25. nóvember 2019 08:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sem kunnugt er skilaði Ríkisendurskoðun svartri skýrslu um RÚV í síðustu viku. Meðal þess sem kom fram var að RÚV hefði gert brotlegt við lög, þar sem engin dótturfélög höfðu verið stofnuð utan um samkeppnisrekstur þann er RÚV tekur þátt í.

Kári Jónasson

Stjórnarformaður RÚV, Kári Jónasson, taldi að einhver óvissa hefði þó ríkt um skyldu RÚV um að stofna slík dótturfélög, samkvæmt Fréttablaðinu:

„Þetta er það sem við höfum verið að bíða eftir og nú munum við bara bretta upp ermarnar og í næstu viku munum við setja á stofn vinnuhóp og undirbúa stofnun dótturfélags. Þetta átti að vera tilbúið í vor frá Ríkisendurskoðun en hefur dregist. Við erum mjög fegin að vera loksins búin að fá stimpilinn frá Ríkisendurskoðun.“

Engin óvissa

Skúli Eggert Þórðarson, ríkisendurskoðandi, tekur þó af allan vafa um meinta óvissu:

„Frá ársbyrjun 2018 hefur það verið alveg skýr lagaskylda að stofna dótturfélag. Ríkisendurskoðun fékk fyrirspurn frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um hvort aðskilnaður væri í bókhaldi. Í framhaldi kom beiðni til embættisins um að kanna fjárhagslega aðskilnaðinn. Ríkisendurskoðun hóf stjórnsýsluúttekt í framhaldinu sem tæki til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs RÚV hinn 11. desember 2018. Vorið var ekki sérstaklega til umræðu. Fyrstu gögn frá RÚV bárust í janúar 2019 og fyrstu skýrsludrög voru til meðferðar hjá RÚV um mánaðamótin maí-júní. Í kjölfarið kom mikið gagnamagn frá RÚV.“

hefur Fréttablaðið eftir Skúla, en síðustu athugasemdir RÚV bárust í lok október, en skýrsludrögin voru send út til umsagnar í september.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“