fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

Margrét reið Gísla Marteini: „Kominn tími til að ekki bara Bubbi heldur íslenskir vanvitar almennt haldi kjafti“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 23. nóvember 2019 14:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Friðriksdóttir, stjórnandi Stjórnmálaspjallsins á Facebook, segist hafa orðið flögurt við að horfa Vikuna með Gísla Marteini í gær. Málefni Palestínu og Ísrael var fyrirferðamikið í þættinum en Margrét er í fremur fámennum hópi Íslendinga sem styðja Ísrael af fullri hörku.

„Sáu þið Gísla Martein í gær? Spes þáttur til að vera með rangfærslur um Ísrael, mér varð hálf flökurt, Björk segir þarna þar sem að hún var ekki drepinn af ísraelsmönnum við handtökuna þá ætlar hún að gefa í og hætta að vera stillt stelpa(en það hefði auðvitað aldrei gerst að ísraelsmenn hefðu farið að drepa hana) frekar en að hún væri skotin af lögreglu í Bretlandi eða Noregi. Og Bubbi talar þarna af algerri vanþakkingu og líkir Berlínarmúrnum við ástandið í landinu og finnst fáránlegt að Ísrael fái að keppa í Eurovision en landið hefur tekið þátt frá því löngu áður en Ísland hóf þátttöku eða síðan 1972,“ segir Margrét í færslu í Stjórnmálaspjallinu.

Það var eftirminnilegt þegar Margrét hótaði að flytja frá Íslandi skyldi Hatari sigra forkeppni Eurovision á Íslandi. Nú segist hún ekki skilja söngvara hljómsveitarinnar. „Þá fannst Matthías söngvara Hatara alveg óskiljanlegt og fáránlegt að ekki mátti veifa fána palestínu þarna í miðri keppninni en þarna voru margir ísraelsfánar á lofti, er það ekki eðlilegt þar sem keppnin var haldin í Ísraael en ekki Palestínu og hann virðist ekki enn ná því þrátt fyrir að RÚV fékk sekt frá stjórn eyrovision að ísrael – palestína er hápólitísk deila og fullkomið skilningaleysi og virðingarleysi að geta ekki virt þessa einföldu reglu. Þetta fólk virðist engan veginn skilja það að Ísrael þarf alla daga að vera að verja sig frá áraásum Hamas sem vill engan frið og við vitum hvernig endaði síðast þegar að veggurinn var opnaður frá Gaza, en eftir stöðugar hryðjuverkaárásir á almenna borgara í Ísrael þá var veggnum lokað á ný,“ segir Margrét.

Hún skellir svo skuldinni alfarið á Palestínumenn. „Ég trúi líka ekki öðru en að þetta fólk sé meðvitað um að palestínumönnum hefurf margoft verið boðið tveggja ríkja lausn en ávalt neitað og svo má ekki gleyma öllu því mannúðarstarfi sem að ísrael gerir fyrir palestínufólkið, á hverjum degi er farið með marga trukka af nauðsynjavörum yfir til Gaza og þar er ekki allt í hörmung eins og þetta fólk reynir að halda fram en þar sem palestínumenn ráða þar er ástandið ekki eins gott og í Ísrael, en þar er ekki hægt að kenna ísraelsmönnum um því þetta er yfirráðasvæði palestínumanna,“ segir Margrét.

Hún segir þáttinn vera lýsandi fyrir Íslendinga. „Þessi kjánaskapur sem upplýstist þarna í þættinum með Gísla Martein í gær segir svo margt um íslendinga og hvernig við tökum á málum, þjóðin er uppfull af vitleysingjum sem telur sig vita svo margt en veit í raun ekki neitt, telur sig vita betur en aðrar þjóðir hvernig á að taka á utanríkismálum í öðrum löndum en getum ekki einu sinni halduð utan um okkur sjálf og gerum alltaf sömu mistökin,“ segir Margrét.

Hún segir að Íslendingar ættu að byrja á því að líta sér nær. „Ísland er komið á gráan lista FATF yfir þau lönd sem eru undir eftirliti, þar sem þau hafa ekki uppfyllt skilyrði um aðgerðir til að sporna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Önnur ný lönd á listanum eru Mongólía og Zimbabve, en fyrir voru meðal annars Botswana, Kambódía, Gana, Pakistan, Panama, Sýrland og Jemen. Ísland er spilltasta ríki Norðurlanda samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. En Transparency International eru alþjóðleg samtök sem hafa mælt spillingu í ríkjum heims undanfarinn aldarfjórðung. Ísland var sett á hryðjuverka lista í Bretlandi og nú síðast samherjamálið o.sfrv. o.sfrv.,“ segir Margrét.

Að lokum efast hún um að hún horfi aftur á Gísla Martein. „Ég er þó sammála Bubba með eitt, ég held að það sé kominn tími til að ekki bara Bubbi heldur íslenskir vanvitar almennt haldi kjafti eins og Bubbi orðaði það og reyni að taka til í eigin garði áður en við þykjumst getað ráðist í garð annarra. Sýnist vera löngu orðið tímabært að ráðast í þær framkvæmdir. Er enn með kjánahroll og hugsa að þetta hafi verið síðasti þátturinn sem ég horfi á með Gísla Martein versta PC ræpa veraldar er ég farin að hallast að.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Landflótta norðurkóreskir hermenn segja norðurkóresku hermennina í Úkraínu vera úr úrvalssveitum

Landflótta norðurkóreskir hermenn segja norðurkóresku hermennina í Úkraínu vera úr úrvalssveitum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Eigandi rússnesks skips segir að því hafi verið sökkt vísvitandi – „Hryðjuverk“

Eigandi rússnesks skips segir að því hafi verið sökkt vísvitandi – „Hryðjuverk“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Voru gerð mistök við val á íþróttamanni ársins? – „Mér brá óneitanlega mikið í kvöld“

Voru gerð mistök við val á íþróttamanni ársins? – „Mér brá óneitanlega mikið í kvöld“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkfundurinn var aðeins byrjunin á ótrúlegri fléttu – „Ruglað fólk gerir ruglaða hluti“

Líkfundurinn var aðeins byrjunin á ótrúlegri fléttu – „Ruglað fólk gerir ruglaða hluti“