Hundar og kettir eru vinsælustu dýrategundirnar á samfélagsmiðlum, eins og krúttlegi hundurinn Tuna eða aðgangurinn „Kettir Instagram.“ Auðvitað eru undantekningar eins og flóðhesturinn Fiona.
Nú hefur ný samfélagsmiðlastjarna litið dagsins ljós og hafa myndir af henni farið eins og eldur í sinu um netheima og fjölmiðla. Það er eðlan MacGyver. Hann er með 162 þúsund fylgjendur á Instagram og 45 þúsund á YouTube.
MacGyver er engin venjuleg eðla en hann er svipað stór og hundur og á það til að hegða sér sem slíkur. MacGyver elskar að fara út að labba, borða og kúra.
„Hann getur farið hvert sem hann vill í húsinu en hann kýs að kúra fyrir framan sófann þar sem fæturnir okkar eru,“
segir einn eigandi MacGyver, Scott.
Skoðaðu myndirnar og myndbandið hér fyrir neðan. Við mælum einnig með að fylgja MacGyver á Instagram og YouTube.