Samkvæmt svari fjármála- og áhættustýringasviði Reykjavíkurborgar við fyrirspurn sósíalistaflokksins, hafa 48.584 reikningar borgarbúa hafa farið í innheimtuferli til Momentum á tímabilinu 1. janúar 2018 til 13. september 2019.
Frá þessu greinir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalistaflokksins:
„Samtals voru 1.325.067 reikningar gefnir út á því tímabili hjá Reykjavíkurborg og þetta eru því 3,7% reikninga sem voru settar í milli innheimtu á tímabilinu,“
segir Sanna.
Hún nefnir að heildarfjöldi stofnaðra mála hjá Gjaldheimtunni, sem flokkist undir lög innheimtu, voru 3.793. Lög innheimta er það sem skuldaferlið fer í þegar viðkomandi nær ekki að greiða í milli innheimtu:
Þá var heildarfjöldi milli innheimtubréfa hjá Momentum fyrir Reykjavíkurborg á árinu 2018 og til 13.9.2019 alls 67.839 bréf en þar af voru send út 48.584 bréf 1 og 19.255 bréf 2 sem flokkast í mismunandi einingaverð eftir upphæð skuldar.
„Margir eru í skuldastöðu því þeir eiga ekki pening til að greiða reikninga og hér er Reykjavíkurborg að leyfa innheimtufyrirtækjum að hagnast á skuldavanda borgarbúa,“
segir Sanna.