fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
433Sport

Fullyrða að Mourinho vilji gera Bale að sínum fyrstu kaupum

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 21. nóvember 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho, stjóri Tottenham hefur alltaf viljað fara mikinn á leikmannamarkaðnum í starfi. Hjá Tottenham gæti það orðið erfiðara. Tveir stórir miðlar fullyrða hins vegar að hann muni reyna að fá Gareth Bale.

Bale er í vandræðum hjá Real Madrid eftir að hafa haldið á umdeildum borða í vikunni. ,,Wales, golf og Madrid,“ stóð á borðanum sem Bale, kantmaður Real Madrid og Wales hélt á í fyrradag. Óhætt er að segja að viðbrögðin á Spáni, láti ekki á sér standa. Bale hélt á borðanum eftir að Wales tryggði sig inn á Evrópumótið í gær, kantmaðurinn er illa liðinn í Madríd.

Zinedine Zidane hefur viljað losna við Bale frá liðinu en ekki tekist það, hann segir leikmanninn elska Wales og golf meira en að spila fyrir Real Madrid. Stuðningsmenn Wales sáu leik á borði og gerðu borðann fyrir leikinn gegn Ungverjalandi í gær, kantmaðurinn hafði gaman af. Hann fékk borðann að láni eftir leik og var í miklu stuði.

Stærsta íþróttablað Spánar, Marca gefur þessum kantmanni Real Madrid á baukinn í dag. ,,Virðingaleysi, rangt og óþakklátur,“ segir á forsíðu blaðsins.

AS og WalesOnline segia að Mourinho viti af vandamálum Bale í Madríd og vilji fá hann aftur til Tottenham, þar sem kantmaðurinn er í guðatölu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru tveir líklegustu áfangastaðir De Bruyne í sumar

Þetta eru tveir líklegustu áfangastaðir De Bruyne í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Markalaust jafntefli niðurstaðan gegn sterku liði Noregs

Markalaust jafntefli niðurstaðan gegn sterku liði Noregs
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nistelrooy refsaði leikmanni sem neitar að hætta að keyra 320 kílómetra á dag

Nistelrooy refsaði leikmanni sem neitar að hætta að keyra 320 kílómetra á dag
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Spekingar spá í spilin fyrir þá Bestu og mikilvægir leikir hjá landsliðinu

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Spekingar spá í spilin fyrir þá Bestu og mikilvægir leikir hjá landsliðinu
433Sport
Í gær

Skandall í VAR herberginu – Gómaður á veðmálasíðu í miðjum leik

Skandall í VAR herberginu – Gómaður á veðmálasíðu í miðjum leik
433Sport
Í gær

Þarf að verða einn launahæsti leikmaður Arsenal ef hann á að koma

Þarf að verða einn launahæsti leikmaður Arsenal ef hann á að koma
433Sport
Í gær

Þetta eru þeir tíu leikmenn sem eiga að skara fram úr í Bestu deildinni í sumar

Þetta eru þeir tíu leikmenn sem eiga að skara fram úr í Bestu deildinni í sumar