fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Kristján Örn sneri niður öryggisvörð í Landsbankanum: „Þú ræðst ekki á gamlan mann fyrir að halda á síma“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 21. nóvember 2019 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Örn Elíasson hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás sem beindist gegn öryggisverði í Landsbankanum í Austurstræti. Kristjáni er gert að greiða öryggisverðinum 500 þúsund krónur í miskabætur auk sakarkostnaðar.

Málið vakti athygli þegar það kom upp en það átti sér stað í september árið 2017. Kristján gekk inn í bankann ásamt föður sínum en þeir höfðu upptökutæki með sér. „Ég er farinn að vera með upptökutæki á mér, ég skrái allt því það er búið að ljúga svo miklu,“ sagði Kristján í samtali við DV í kjölfar málsins.

Kristján birti myndband af aðdraganda atviksins á Facebook síðu sinni en þar sést öryggisvörðurinn taka upptökutækið af föður Kristjáns. Kristján tók þá öryggisvörðinn hálstaki og dró hann út úr bankanum.

„Ég held honum hálstaki þar í smá tíma og hann spriklar eitthvað. Ég sparkaði aldrei í hann, þetta er kannski óljóst að einhverju leyti, en hann reynir að keyra inn í mig og ég ætlaði að spyrna honum frá mér. Ég sleppi honum og fer til hliðar. Ég hélt að hann ætlaði í mig en þá ætlaði hann bara að hlaupa beint inn í bankann og þá fórum við bara.“

Forsaga málsins er sú að Kristján Örn er stjórnarformaður Elliðafélagsins sem er félag utan um jörðina Elliða í Staðarsveit, Snæfellsnesi. Jörðin var áður í eigu afa Kristjáns og því er um ættaróðal fjölskyldunnar að ræða. Jörðin er geysistór, 2.144 hektarar, og segir Kristján að fjölskyldan hafi fengið tilboð í jörðina uppá 100 milljónir króna á árunum fyrir hrun. Hann hafi hafnað því enda hefði jörðin fyrst og fremst tilfinningalegt gildi en ekki peningalegt.

Kristján tók tvö lán í nafni félagsins frá Landsbankanum fyrir hrun, samtals að upphæð 20 milljónir króna. Í kjölfar bankahrunsins réð hann ekki við afborganir lánanna og lenti í vanskilum. Lóðin var þá seld í nauðungarsölu.

Í samtali við DV á sínum tíma sagði Kristján að lögreglan hafi einungis sagt eina hlið málsins. „Pabbi fékk massívt hjartaáfall árið 2012. Karlinn telur að bankinn sé að drepa sig og ég er bara að verja hann. Þú ræðst ekki á gamlan mann fyrir að halda á síma,“ sagði Kristján Örn.

Fyrir dómi kom fram að umræddan dag í september 2017 hafi Kristján komið í útibú bankans ásamt föður sínum. Vildu þeir fá að tala við lögfræðing eða bankastjóra bankans. Þeir hefðu ítrekað reynt að fá fund en án árangurs. Eins og myndbandið sýnir benti öryggisvörðurinn á að bannað væri að mynda í útibúinu. Dómari mat það svo að öryggisvörðurinn hefði beitt valdbeitingu þegar hann tók símann af föður Kristjáns og það sem gerðist í kjölfarið megi að einhverju leyti rekja til þeirrar valdbeitingar.

Kristján sagði fyrir dómi að verknaðarlýsing í ákæru væri ekki rétt eða einstök atriði í henni ósönnuð, meðal annars að hann hafi þrengt að öndunarvegi öryggisvarðarins. Dómari féllst á það og sýknaði hann af þeim hluta í verknaðarlýsingu í ákæru. Þá var hann einnig sýknaður af þeirri verknaðarlýsingu að hafa kastað öryggisverðinum niður tröppur eða sparkað í hann. Þá bar Kristján fyrir sig neyðarvörn eða neyðarrétti en hún felur í sér nauðsynlega beina valdbeitingu gegn manni til að verjast eða afstýra ólögmeitri árás. Dómari féllst hins vegar ekki á það.

Sem fyrr segir var Kristján dæmdur til að greiða öryggisverðinum 500 þúsund krónur í miskabætur en farið var fram á 800 þúsund krónur í bætur. Þá var honum gert að greiða málskostnað, 800 þúsund krónur, og laun verjanda síns, 700 þúsund krónur.

DV reyndi að ná tali af Kristjáni við vinnslu fréttarinnar en án árangurs.

Hér má lesa dóminn í heild sinni. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Í gær

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári