fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Reykjavíkurborg fór 58 milljónir fram úr áætlun – Heildarkostnaður rúmlega hálfur milljarður

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verkefnið Hverfið mitt, hin rafræna íbúakosning Reykjavíkurborgar, er nýyfirstaðið. Kostaði verkefnið rúman hálfan milljarð árið 2018, samkvæmt svari mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu borgarinnar, við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins. Fór kostnaður við framkvæmdina 58 milljónir fram úr áætlun. RÚV greinir frá.

Alls var ráðgert að verkefnið myndi kosta 450 milljónir. En þær urðu hinsvegar rúmar 508 milljónir og þar af fór launakostnaður um þrjár milljónir fram úr áætlunum og endaði í rúmum 30 milljónum:

„Mismunur á raunkostnaði og fjárveitingum samkvæmt endurskoðaðri áætlun hvers árs skýrist af að hluti raunkostnaðar átti að bókfærast á viðhald en þær millifærslur voru ekki gerðar vegna þess að fé til viðhalds var af mjög takmörkuðum skammti til viðhaldsframkvæmda. Þar af voru á umhverfis og skipulagssviði kr. 30.367.767 í launakostnað vegna hverfið mitt. Á sviðinu er haldið verkbókahald þannig að ætla má að þetta sé sá kostnaður sem bein vinna starfsmanna hafi verið vegna verkefnisins auk umsýslukostnaðar.

Skrifstofa borgarstjóra og borgargaritara var með á áætlun vegna lýðræðisverkefna kr. 27.000.000 á árinu 2018. Sá kostnaður var vegna undirbúnings, uppsetningu og ráðgjafar vegna rafrænna kosninga auk auglýsingakostnaðar vegna verkefnisins. Einnig var gert ráð fyrir að 1,7 stöðugildi á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara vegna verkefnisins. “

segir í svarinu.

Þá kemur fram að af 463 samþykktum tillögum frá íbúum í kosningunni, hafi allar verið settar í framkvæmd, en þeim síðustu ljúki á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?