fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025

Rob Kardashian beitir Blac Chyna stafrænu kynferðisofbeldi – Gæti átt yfir höfði sér sex mánaða fangelsi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 6. júlí 2017 11:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur verið endalaust drama á milli Robert Kardashian og Blac Chyna nánast síðan þau byrjuðu saman. Þau hafa hætt saman og byrjað saman oftar en við getum talið, verið dugleg að rífast opinberlega á samfélagsmiðlum og lenti einnig oft saman þegar þau voru að taka upp raunveruleikaþáttinn Rob & Chyna. Þegar þau hættu saman í desember síðastliðnum tjáði Rob sig á Instagram og sagði meðal annars að Blac hefði bara verið með honum til að öðlast meiri frægð og peninga. Í kjölfarið tjáði hún sig á Instagram og sagði þar að Rob væri andlega veikur, latur og hún gæti ekki hjálpað honum meira. Rob baðst síðan afsökunar á öllu saman og sagðist ætla að vinna í sínum málum. Þetta er aðeins brot af því sem hefur gengið á og nú hafa hlutirnir stigmagnast verulega.

Blac Chyna og Robert Kardashian

Í gærmorgun deildi Rob myndum og skilaboðum um Blac á Instagram. Hann deildi meðal annars myndum sem hann hélt fram að væru nektarmyndir af henni. Hann deildi þeim án hennar leyfis og var ein myndin af kynfærunum hennar. Þetta flokkast sem stafrænt kynferðisofbeldi og gæti Robert átt yfir höfði sér sex mánaða fangelsisvist. Hann hefur einnig í fleiri en tíu færslum, ásakaði hana um að halda fram hjá sér með mörgum karlmönnum. Einn af þeim sagði Rob vera að reyna að kúga sig. Rob hélt því einnig fram að Blac væri búin að fara í lýtaaðgerðir fyrir yfir hundrað þúsund dollara.

Hann ásakaði Blac einnig um að neita fíkniefna.

Rob deildi einnig myndbandi af Blac vera að kyssa annan mann en Rob sagði að Blac hafði sent honum myndbandið á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna þann 4. júlí síðastliðinn, stuttu eftir að Rob og Blac sváfu saman að hans sögn. Hann var ekki sáttur við að fá myndbandið og jós úr skálum reiði sinnar á Instagram.

Blac Chyna tjáði sig á Snapchat í kjölfarið og sakaði Rob um heimilisofbeldi.

Rob þú gerðir allt þetta en þú lamdir mig og reynir að láta eins og ekkert hafi gerst! Þú lagðir hönd á mig ég sver til Guðs! Á krakkana mína en ég á að þegja því þú ert Kardashian,

skrifaði hún á Snapchat.

Instagram aðgangur Rob var gerður óvirkur en hann færði sig þá yfir á Twitter og hélt þar áfram. Hann sagði að ástæðan af hverju Blac var með honum til að byrja með var til að gera Tyga afbrýðisaman. En Tyga og Blac eiga barn saman og voru í sambandi áður en Tyga byrjaði með Kylie Jenner, systir Rob. Kylie og Tyga hættu saman í mars á þessu ári eftir þriggja ára samband.

Myndirnar sem Rob deildi af Blac Chyna voru myndir sem hún sendi honum í einkaskilaboðum. Hann deildi þeim á Instagram án hennar leyfis og gæti verið kærður fyrir stafrænt kynferðisofbeldi en slíkt er refsivert samkvæmt lögum í Kalíforníu þar sem þau búa. Hann gæti átt yfir höfði sér sex mánaða fangelsi. Það er ekki komið á hreint hvort Blac ætli að kæra hann en samkvæmt People segir lögmaður Blac Chyna að hún sé að skoða alla möguleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Langt og gott spjall Guardiola við Salah vekur athygli – Hvað ætli þeir hafi rætt?

Langt og gott spjall Guardiola við Salah vekur athygli – Hvað ætli þeir hafi rætt?
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Lét umskera son sinn á Íslandi af trúarlegum ástæðum og er sýknuð af ákæru um líkamsárás á hann

Lét umskera son sinn á Íslandi af trúarlegum ástæðum og er sýknuð af ákæru um líkamsárás á hann
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hóta að kæra Mourinho og saka hann um rasisma í gær – Sjáðu hvað hann sagði

Hóta að kæra Mourinho og saka hann um rasisma í gær – Sjáðu hvað hann sagði
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Ragnhildur: Mikilvægt að vera vakandi yfir þessum viðbrögðum hjá maka

Ragnhildur: Mikilvægt að vera vakandi yfir þessum viðbrögðum hjá maka
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Sigurjón prófaði að borða eftir ráðleggingum hins opinbera og þetta gerðist

Sigurjón prófaði að borða eftir ráðleggingum hins opinbera og þetta gerðist
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ekki nota matarsóda eða „whitening“ tannkrem segir tannlæknir – Þetta er ástæðan

Ekki nota matarsóda eða „whitening“ tannkrem segir tannlæknir – Þetta er ástæðan

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.