fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
433Sport

Mourinho fann nýjan aðstoðarmann: Tekur þrjá sem voru með honum hjá United

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham á Englandi hefur staðfest það að Jose Mourinho sé nýr stjóri félagsins. Mourinho hefur verið án félagsins síðan í desember í fyrra en hann var þá rekinn frá Manchester United.

Hann hefur verið orðaður við starfið síðustu mánuði en Mauricio Pochettino var rekinn í gær. Pochettino starfaði hjá Tottenham í heil fimm ár en nú tekur nýr kafli við hjá félaginu. ,,Í Jose þá erum við með einn sigursælasta þjálfara knattspyrnunnar. Hann er með mikla reynslu og getur hvatt lið áfram,“ sagði Daniel Levy, eigandi liðsins í morgun.

Mourinho er mættur aftur í boltann eftir tæpt ár frá boltanum, hann tók að meðaltai 1,89 stig í starfi hjá Manchester United. Það er nákvæmlega sami árangur og Pochettino náði í starfi hjá Tottenham. Síðustu mánuður Pochettinho voru hins vegar afar erfiðir.

Joao Sacramento, verður aðstoðarþjálfari Mourinho hjá Tottenham en hann kemur til félagsins frá Lille. Þar var hann í sama starfi.

Carlos Lalin, kemur sem styrktarþjálfari, Giovanni Cerra sér um að leikgreina og Ricardo Formoshino kemur sem njósnari. Allir þrír störfuðu með Mourinho hjá Manchester United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fór grátandi af velli eftir 34 mínútur

Fór grátandi af velli eftir 34 mínútur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tottenham fær slæmar fréttir fyrir stórleikinn í kvöld – Mikilvægasti leikmaðurinn ekki með

Tottenham fær slæmar fréttir fyrir stórleikinn í kvöld – Mikilvægasti leikmaðurinn ekki með
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Telja þetta vera spillingu í sinni tærustu mynd – Mjög umdeildur sjónvarpssamningur

Telja þetta vera spillingu í sinni tærustu mynd – Mjög umdeildur sjónvarpssamningur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sturluð staðreynd um PSG í Meistaradeildinni – Klikkaði bara þegar Messi mætti á svæðið

Sturluð staðreynd um PSG í Meistaradeildinni – Klikkaði bara þegar Messi mætti á svæðið
433Sport
Í gær

Ofurparið skilur eftir níu ára hjónaband og þrjú börn

Ofurparið skilur eftir níu ára hjónaband og þrjú börn
433Sport
Í gær

United sagt vera með fjóra markverði á blaði fyrir sumarið

United sagt vera með fjóra markverði á blaði fyrir sumarið