fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Þetta er það sem Erna Ýr sagði á fundinum í gær – „Heyrðu þú veist ekkert um það hvað ég veit“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 11:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarafundurinn um loftslagsmál sem sýndur var á RÚV í gær hefur vakið mikla athygli en það var þó ein manneskja sem hefur vakið hvað mesta athygli í netheimum eftir fundinn.

Það var hún Erna Ýr Öldudóttir en sumt fólk var steinhissa á ummælum hennar um loftslagsmálin á fundinum. Erna er þekkt efasemdarmanneskja þegar kemur að loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ásamt henni á fundinum voru íslenskir fræðimenn, stjórnmálamenn, rithöfundar og talsmaður ungs fólks en Erna Ýr var hissa á því hvaða fólk var valið í þáttinn.

„Ég er svolítið hissa á að vera komin hingað með fjölda manns sem eru allir á einu máli um að heimurinn sé að versna eða farast. Ég er líka mjög hissa að sjá hérna fullt af fólki sem á hagsmuna að gæta í tengslum við þetta, í staðinn fyrir að bjóða einhverjum sem væru hlutlausari. Ég meina hér er fólk sem er úr loftslagsnefnd, umhverfisráðherra, stjórnmálamenn sem munu geta innheimt skatta og gjöld af þessu. “

Einar Þorsteinsson, annar stjórnanda þáttarins spurði þá Ernu hvort það væru beinir hagsmunir stjórnmálamanna að innheimta skatta. „Auðvitað, sérstaklega þegar maður er með mjög dýran rekstur á sveitarfélögum og öðru. Þá þarf að geta innheimt skatta,“ sagði Erna við því.

Einar spurði þá: „Ertu þá að segja að vísindamenn sem tjá sig um þetta á grundvelli sinnar þekkingar, þeir eigi beinna hagsmuna að gæta því þeir eru í ákveðnum störfum sem tengjast þessari menntun og þekkingu?“ spurði Einar þá í kjölfarið.

„Já þeir náttúrulega stóla á styrki og annað frá hinu opinbera, að rannsóknirnar þeirra séu styrktar. Það eru hagsmunir á bakvið það, mjög miklir hagsmunir og það er mjög mikil pólitík í vísindunum líka. Hérna eru menn að tala eins og vísindamenn hafa komist að einni niðurstöðu og það er alltaf talað um sömu vísindamennina og það eru þeir sem vinna fyrir loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna. Það er alltaf talað um að þessir menn séu handhafar sannleikans og séu bara með hina einu réttu niðurstöðu en raunin er ekki þannig vegna þess að loftslagsmálin eru mjög umdeild í vísindasamfélaginu.“

Einar hélt áfram og sagði að almennt séð trúi fólk þegar einhver sameiginleg niðurstaða verður í vísindasamfélaginu en Erna grípur fram í fyrir honum. „Það er engin sameiginleg niðurstaða, það er það sem ég er að segja og fólk má ekki trúa og efast og spyrja spurninga,“ sagði Erna.

Guðni Elísson, prófessor í bókmenntafræði, sagði að loftslagsmálin kalli á stjórnvaldsaðgerðir og það er óttinn við stjórnvaldsaðgerðir sem skýrir það að svo margir nýfrjálshyggjumenn séu loftslagsafneitarar og bendir þá á Ernu Ýr sem svarar honum um hæl. „Þú skalt ekki voga þér að kalla mig loftslagsafneitara. Hvað viltu að ég kalli þig? Viltu að ég uppnefni þig í beinni útsendingu?“

Treystir ekki sérfræðingum

Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og umhverfissinni, segist hafa gaman að því að afsanna ýmsar mýtur um umhverfismálin og nefnir nokkrar, þá grípur Erna Ýr aftur fram í. „Nú ert þú að fullyrða eitthvað sem er bara tilgáta og hefur ekki einu sinni komist á það stig að verða kenning, hvað þá sönnuð vísindi,“ sagði hún.

Sævar svarar Ernu og segir að ef hún myndi vita hvað tilgátukenning væri þá myndi hann kannski mögulega taka mark á henni. „Heyrðu þú veist ekkert um það hvað ég veit um það,“ sagði Erna við því.

Guðni vildi tala um málið út frá forsendum heilbrigðrar skynsemi og sagði í kjölfarið að samfélagið okkar gangi út á það að við berum traust til sérfræðinga. Erna Ýr skýtur þá inn í umræðuna og segir einfaldlega „nei“.

Erna Ýr sagði síðan að henni finnist það vera mjög skrýtið að sjá menntastéttina í heiminum vera að segja fólki hverju það á að trúa. „Að menntastéttin skuli ekki efast og spyrja gagnrýnna spurninga,“ segir Erna en veðurfræðingurinn Elín Björk Jónasdóttir bendir henni þá að það sé einmitt það sem vísindamenn gera. Þeir spyrja gagnrýnna spurninga og þeir efast.

„Hér eru verið að segja að allir vísindamenn séu sammála um þetta og það er ekki rétt,“ sagði Erna Ýr og það er tæknilega séð rétt hjá henni. Ekki eru allir vísindamenn sammála um þetta en oft er talað um að 3% vísindamanna afneiti loftslagsbreytingum af mannavöldum. Þó svo að þetta sé tæknilega séð rétt hjá Ernu þá er vert að benda á það að um 97% af vísindamönnum eru sammála um málið. Þá má nefna að svipaðar prósentur eru hjá vísindamönnum sem trúa á þróunarkenninguna og þeirra sem afneita henni en um 97% vísindamanna trúa á þróunarkenninguna.

Erna Ýr er þá spurð að því hvaðan hún sækir sínar upplýsingar um loftslagsmálin. „Ég hef lesið mér mjög mikið til um þetta. Ég bara… hérna… hef sótt mér skýrslur og gögn á netinu og vísindamenn eru mjög langt frá því að vera sammála um þetta,“ sagði Erna við því en aftur er hægt að benda á að 97% vísindamanna eru sammála um málið. Það er erfitt að segja að vísindamenn séu „langt frá því að vera sammála“ þegar nánast allir eru sammála.

Sjá meira: Hjólað í Ernu Ýr eftir borgarafundinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt