fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Namibíumönnum gróflega misboðið – „Íslendingar borða fyrir ránsfenginn“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Meðan Namibíumenn hafa þurft að þola þurrka, hungur og fátækt um árabil, þá hefur Samherji fætt þúsundir Íslendinga ókeypis á árlegri fiskihátíð fyrir ránsfengin frá Namibíu.“ Svo hljóðar upphaf fréttar sem birtist í namibíska blaðinu Namibian Sun.

Fréttin er á forsíðu blaðsins, sem hefur verið leiðandi í umfjöllun um Samherjamálið í Namibíu. Ljóst er að mönnum þar í landi er stórlega misboðið vegna Fiskidagsins mikla sem haldinn er á Dalvík árlega. Í fyrra mættu allt um 30 þúsund gestir á hátíðina.

Fjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson vekur athygli á þessu á Facebook og þýðir hluta fréttarinnar. „Dagblað í Namibíu: „Þúsundir skemmta sér með illa fengnu fé: Íslendingum gefið að éta með mútuþýfi. Myndatextar: Matur og gleði: Fiskidagurinn mikli er haldinn hátíðlegur annan laugardag í ágúst á Dalvík, Íslandi. Svengd: Svangir íbúar Namibíu, sem glíma við þurrk, eru taldir vera meira en 700.000.“ Við megum og eigum að skammast okkar.“

https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10218564793370002&set=a.1068938962649&type=3&theater

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“