fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Ögmundur sér í gegnum blekkingarleik Isavia – „Hvílíkt endemis rugl!“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 19. nóvember 2019 16:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra VG, segir það ótvírætt að stefnt sé að einkavæðingu Leifsstöðvar, þvert á yfirlýsingar samgönguráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar í fréttum í gær, þar sem hann fullyrti að slíkt stæði ekki til.

Segir Ögmundur að skipta þurfi út allri stjórn Isavia auk þess að ráða nýjan forstjóra, ef ríkisstjórninni sé alvara með fullyrðingar sínar.

Endemis rugl

Ögmundur, sem er eldri en tvævetur í stjórnmálum, gefur lítið fyrir þær skýringar að skilja þurfi samkeppnisrekstur Isavia frá annarri starfssemi með stofnun dótturfélaga um ólíka starfsemi flugvallarins. Sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans sagði við Fréttablaðið að með þessu skapaðist grundvöllur fyrir að hleypa einkaaðilum að borðinu en slík aðkoma fælist aðallega í að fá aukna þekkingu í reksturinn, ekki fjármagn.

„Hvílíkt endemis rugl!“ segir Ögmundur og heldur áfram:

„Það vantar hvorki erlent (né innlent fjármagn) í Isavia, það bókstaflega streyma inn peningarnir vegna stöðugt aukinna umsvifa. Og “þekkingu” frá fjárfestingarbröskurum viljum við ekki! Það þarf hins vegar að koma í veg fyrir að handlangar braskara, settir yfir Leifsstöð í okkar umboði, hafi þessa eign af okkur. Svo alvarlegt er þetta mál.“

Lygi og blekkingar

Ögmundur sér líkindin í aðferðarfræðinni og við einkavæðingu bankanna fyrir hrun:

„Allt minnir þetta á árin upp úr aldamótum þegar verið var að einkavæða bankana. “Bara skipulagsbreytingar”, “stendur alls ekki til að einkavæða”. Svona var þetta um fleiri stofnanir í almannaeign, ekki bara bankana. Allt reyndist þetta vera lygi og blekkingar!“

Skipta þurfi öllum út

Segir Ögmundur að aðeins eitt sé hægt að gera ef engin alvara er á bak við meint einkavæðingaráform:

„Sama er uppi nú. Ef samgönguráðherra og ríkisstjórninni er alvara að ekki eigi að einkavæða flugsvöðvar hér þá ber að skipta þegar í stað út stjórn Isavia og fá þar auk þess nýjan forstjóra. Hugsanlega munu þessir stjórnendur bíða af sér þessa ríkisstjórn ef það er talið heppilegra. En þá verður líka allt tilbúið. Þetta er gamla aðferðin, láta tímann vinna með sér. Það er nákvæmlega þetta sem þarf að koma í veg fyrir að gerist. Ótvírætt er að stjórnendur ISAVIA eru að undirbúa einkavæðingu. Ráðherra ber nú ótvíræð skylda að verja almannahag gegn ásælni gróðafjármagns. Til þess þarf að fá nýja stjórnendur yfir Isavia. Núverandi stjórnarmenn Isavia standa með einkafjármagni gegn almenningi. Það þarf ekki einu sinni að lesa á milli línanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund