Djibril Sidibe, bakvörður Everton segir varla búandi í Liverpool. Hann segir borgina vonlausa og að flestir leikmenn Everton og Liverpool, vilji ekki búa þar.
Margir af leikmönnum félaganna búa í úthverfum Manchester, þar búa einnig leikmenn Manchester United, City, Burnley og annara liða.
,,Mér líður vel hjá Everton, ég er að venjast lífinu hér hægt og rólega. Ég þarf meiri tíma, deildin er allt önnur en það sem ég hef vanist. Þetta er sennilega, sú besta í heimi,“ sagði Sidibe.
,,Ég bý í úthverfi Manchester, líkt og stærstur hluti leikmanna Liverpool og Everton. Hver er ástæðan? Liverpool er bara hálf döpur borg.“
,,Það er ekki einfalt að venjast hitanum sem ég hef búið í og fara í rigninguna í Liverpool.“