Disney félagið rak nýlega Steve Whitmire sem ljáði froskinum Kermit rödd sína í 27 ár. Whitmire er afar ósáttur við uppsögnina. Hann segir ástæðu hennar vera þá að hann hafi gert athugasemdir við breytingar á karakter Kermit, sem hann segir vera í andstöðu við það sem Jim Henson, skapari frosksins ástsæla, hefði viljað. Í sjónvarpsþætti átti Kermit að ljúga að frænda sínum um skilnað sinn og Piggy. Whitmore sagði það ekki í karakter Kermit að ljúga og mun hafa haft það mörg orð.
Úr herbúðum Disney kemur önnur skýring, semsagt sú að framkoma Whitmire hefði í langan tíma verið ófagmannleg og því hefði verið gripið til þess ráðs að reka hann. Sú erfiða ákvörðun hefði verið tekin í samráði við fjölskyldu Henson sem hafi gefið samþykki sitt. Það var einmitt fjölskylda Henson sem fékk Whitmire til að verða rödd Kermit eftir lát Henson árið 1990. Whitmire, sem var á sínum tíma við dánarbeð Henson, segist aldrei munu gleyma þeim töfrum sem fylgja froskinum ástsæla. Þeir sem hitti Kermit fái alveg sérstakan glampa í augun.
Kermit hefur nú fengið nýja rödd og sá sem þar kemur við sögu heitir Matt Vogel.