fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024

Karen Hrund er ólétt aðeins 15 ára: Móðurhlutverkið, fordómar, gleði og ljót skilaboð

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 24. júlí 2017 14:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karen Hrund er 15 ára og hefur nýlokið grunnskólagöngu sinni. Hún er búsett á Akureyri og er í sambandi með Ómari Berg, 21 árs. Saman eiga þau von á barni og er Karen komin 35 vikur á leið. Bleikt fékk Karen í viðtal til að ræða um meðgönguna, verðandi mæðrahlutverk og fordómana sem hún hefur orðið fyrir vegna aldurs hennar.

Karen Hrund

Karen kynntist kærastanum sínum þegar hún var fjórtán ára og hann ný orðinn tvítugur. Þau byrjuðu saman í ágúst í fyrra. Þau eiga von á strák og segist Karen hlakka til en vera samt ótrúlega stressuð líka. „Þú veist aldrei hvað þú færð í hendurnar en vona að þetta gangi sem best,“ segir Karen.

Aðspurð hvort hún hefur orðið fyrir fordómum vegna ungs aldurs hennar og vegna aldurs kærasta hennar svarar hún játandi.

 „Já miklum. Fólk þarf alltaf að hafa skoðun á öllu og dæmir allt ef það er óvant hlutunum.“

Karen og kærastinn hennar Ómar

Karen tjáði sig einnig við Menn.is í síðustu viku um fordómana:

„Það er mjög misjafnt hvernig fólk er búið að taka þessu. Ég er búin að fá mjög mikið af ljótum skilaboðum eins og að þetta sé ógeðslegt, ég sé ekki tilbúin í þetta og fólk búið að setja út á það að kærastinn minn er 5 árum eldri en ég. En ég er auðvitað líka búin að fá mikið af jákvæðum skilaboðum þar sem er verið að sýna mér stuðning og svoleiðis. Fordómarnir eru búnir að minnka eftir að ég byrjaði að tala um óléttuna og mitt daglega líf á Snapchat. Þar segi ég mína sögu og leyfi fólki að fylgjast með mér,“

sagði Karen. Foreldrar hennar eru mjög spenntir.

„Auðvitað var þetta sjokk fyrst en núna eru allir mjög spenntir. Fjölskyldan styður mig mjög mikið,“

segir Karen. Fyrir vinina og skólafélagana var þetta einnig nokkuð áfall í byrjun en Karen segir að vinir þeirra séu alltaf til staðar og þakka vinum og fjölskyldu stuðninginn. Aðspurð hvað móður hennar finnst um að verða amma skellir Karen upp úr og segir hana hlakka bara til að verða ung amma, en hún er aðeins 38 ára.

Hvernig hefur gengið á meðgöngunni?

„Bara mjög upp og niður. Ógleðin byrjaði strax og hætti ekki fyrr en ég var komin 28 viku, þá tók smá bjúgur við. Ég hef farið reglulega til ljósmóður og fengið að fylgjast með. Allt hefur komið mjög vel út. Mér finnst það alveg æðislegt að heyra litla hjartsláttinn og sjá hann stækka. Ljósmóðirin mín er líka algjört æði,“

segir Karen og bætir við að hún reyni að hafa sem mest fyrir stafni. Hún stundi líkamsræt grimmt, er í vinnu, þá fer hún út að hjóla og viðrar hundana.

„Mér finnst það alveg bjarga mér að vera að brasa eitthvað. Ég er samt orðin mjög þreytt núna og komin örfá slit og svona. En þetta er búið að vera alveg mjög fínt en stundum algjört helvíti,“ segir Karen og hlær.

Í framtíðinni stefnir Karen á að fara í Reykjavík Makeup School og svo í nám. Hún stefnir á að fara í skóla eða fjarnám á næsta ári.  Hún stefnir einnig af því að gera blogg þar sem hún ætlar að skrifa um meðgönguna, hvernig þetta er búið að vera, fæðinguna og margt fleira.

Fyrir þau sem vilja fylgjast með Karen þá er hún bæði á Snapchat og Instagram undir nafninu @KarenHrund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Útlit fyrir leiðindaveður á kjördag – Stíf norðaustanátt með snjókomu eða rigningu

Útlit fyrir leiðindaveður á kjördag – Stíf norðaustanátt með snjókomu eða rigningu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Birkir Eydal semur við Vestra

Birkir Eydal semur við Vestra
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Orðið á götunni: Ræður risastóri hópurinn – LAUSAFYLGIÐ – úrslitum?

Orðið á götunni: Ræður risastóri hópurinn – LAUSAFYLGIÐ – úrslitum?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hafa ekki áhyggjur af aldrinum og vilja gera nýjan samning

Hafa ekki áhyggjur af aldrinum og vilja gera nýjan samning
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mamman í sjokki eftir heimsókn lögreglu – 10 ára sonurinn labbaði einn út í búð um hábjartan dag

Mamman í sjokki eftir heimsókn lögreglu – 10 ára sonurinn labbaði einn út í búð um hábjartan dag
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea og Arsenal berjast um framherjann sem kostar yfir 100 milljónir punda

Chelsea og Arsenal berjast um framherjann sem kostar yfir 100 milljónir punda
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fjöldi liða horfir til miðjumanns Real Madrid sem má fara í janúar

Fjöldi liða horfir til miðjumanns Real Madrid sem má fara í janúar
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Tvær skærustu tennisstjörnur heims í rómantískri ferð á Íslandi – Gistu á hóteli þar sem nóttin kostar hálfa milljón

Tvær skærustu tennisstjörnur heims í rómantískri ferð á Íslandi – Gistu á hóteli þar sem nóttin kostar hálfa milljón