fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024

Tanja Huld deilir uppáhalds kvíðasögunum sínum: Var hrædd við að verða andsetin

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 24. júlí 2017 16:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bylgja Babýlóns, uppistandari með meiru, skrifaði færslu á Facebook um ofsakvíðaköst sem hún glímdi lengi vel við. Af því tilefni fór hún í viðtal hjá Síðdegisútvarpinu þar sem hún ræddi málið frekar. Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir fagnar því að það sé verið að opna umræðu um kvíða með þessum hætti. Hún skrifaði grein um þrjár uppáhalds kvíðasögunar sínar og fékk Bleikt leyfi til að birta hér með lesendum. Færslan birtist fyrst á Facebook síðu Tönju.

Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir höfundur greinar

Ég fagna því að opna umræðu um kvíða. Ég er sammála Bylgju að kvíði getur verið skelfilegur og hamlandi en á sama tíma hlægilegur.

Topp þrjár og uppáhalds kvíðasögurnar mínar:

  1. Hræðsla við að verða andsetin: Sá mynd af stelpunni úr Exorcist í tímaritinu Undirtónum, 9 ára gömul. Gat ekki sofið í marga mánuði vegna þess að ég hélt að ég væri að verða andsetin.
  2. Vatnshræðsla: Var svo vatnshrædd og hrædd við að drukkna þegar ég var yngri. Var síðust í djúpu laugina í skólasundi og gat alls ekki farið í sund án þess að vera með sundgleraugu. Þegar ég fór í flug þá var ég hræddari við að flugvélin myndi hrapa í sjóinn og ég myndi drukkna, heldur en að brotlenda á landi. Þá fannst mér náttúrulega beisikk að taka með mér sundgleraugu í handfarangur, bara til öryggis.
  3. Eyrnatappaþráhyggja: Svaf alltaf með eyrnatappa, fékk kvíðaköst yfir því að geta ekki sofnað ef ég var ekki með eyrnatappa. Var í eitt sinn á ættarmóti þar sem gist var í eina nótt. Ég gleymdi eyrnatöppum, fattaði það um miðjan dag og fríkaði út. Keyrði í næsta bæjarfélag til að fara í apótek til að kaupa eyrnatappa. Það var lokað þegar ég kom. Fékk vægt kvíðakast sem viðhélst í bylgjum allt kvöldið. Svo var komið að því að leggjast í hvílu og ég varð að finna lausn á þessu vandamáli. Fann gúmmíbangsa (það er jú svipað og sílikon eyrnatappar), tróð þeim í eyrun mín og sofnaði. Vaknaði við að hlaupið var búið að bráðna í eyrunum.

Á tímabili skammaðist ég mín gífurlega yfir því að vera kvíðin. Það sem mér finnst hjálpa er að geta hlegið að þessu, taka lífinu ekki of alvarlega og tala opinskátt um þetta. Ég hefði viljað heyra svona viðtal við einhvern sem er kool og fyndin, eins og Bylgju, um kvíða þegar ég var yngri og óöruggari með þennan part af mér. Þess vegna langar mig líka að taka þátt í umræðunni og skila til þeirra sem tengja:

Engin skömm, hentu henni í ruslið!

„If you can’t love yourself, how in the hell are you going to love somebody else“ – RuPaul

Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Einar Stef ráðinn markaðsstjóri Blikk

Einar Stef ráðinn markaðsstjóri Blikk
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Liverpool og Manchester United áhugasöm – Talið að þetta veiti þeim forskot í baráttunni við erlend félög

Liverpool og Manchester United áhugasöm – Talið að þetta veiti þeim forskot í baráttunni við erlend félög
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Eva Ruza tók áskorun – ,,Maður er alveg kominn með bakverk yfir þessu“

Eva Ruza tók áskorun – ,,Maður er alveg kominn með bakverk yfir þessu“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Vilja gera leikmann Liverpool að þeim dýrasta í sögunni – Slot talað afar vel um hann

Vilja gera leikmann Liverpool að þeim dýrasta í sögunni – Slot talað afar vel um hann
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Víkingar mæta albönsku meisturunum

Víkingar mæta albönsku meisturunum
EyjanFastir pennar
Fyrir 7 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Straumfall til vinstri í sjö ár

Þorsteinn Pálsson skrifar: Straumfall til vinstri í sjö ár
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Maðurinn sem var fyrirmyndin að Stjána bláa

Maðurinn sem var fyrirmyndin að Stjána bláa
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Forsetinn og sonur hans handteknir eftir úrslitaleikinn

Forsetinn og sonur hans handteknir eftir úrslitaleikinn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.