Dýraríkið heldur hátíðlega upp á fjörutíu ára afmælisviku sem byrjar á mánudaginn 18. nóvember og lýkur sunnudaginn 24. nóvember. Verslunin hóf rekstur sinn árið 1979 og er elsta gæludýraverslun á Íslandi. Vilja þau fagna þessum háa starfsaldri með viðskiptavinum sínum.
40% afsláttur
Í tilefni 40 ára afmælis Dýraríkisins verður allt að 40% afsláttur alla vikuna. „Dýraríkið hefur alltaf lagt upp með að vera með gæðavörur á góðum verðum og um helgina verður hægt að gera enn betri kaup. Við verðum með afslátt á öllu í búðinni allt frá hunda- og kattanammi til matardalla og dýrabúra.“
Páfagaukar kasta kveðju á kúnna
Aðalafmælishátíðin á sér svo stað á laugardeginum. Þá verður ýmiss konar húllumhæ í verslunum Dýraríkisins að Holtagörðum, Akureyri og á Selfossi. „Meðal annars verða afmæliskökur í boði á laugardeginum í öllum verslunum okkar. Í verslun Dýraríkisins í Holtagörðum taka þrír forkunnarfagrir og málglaðir páfagaukar á móti viðskiptavinum. Hann Logi, einn af stærsti páfagaukum á Íslandi, mun vera á staðnum með frænda sínum Hroða.“
„Krakkarnir geta fengið mynd af sér með fuglunum, en að sögn er Logi sjálfur gríðarlega spenntur að fá myndir af sér með þeim. Dísa lætur sig heldur ekki vanta enda er hún þekkt af kúnnum fyrir mikla gestrisni.“
Hroði frændi Loga.
Jólagjafir á afslætti
Nú er tíminn til að kaupa jólagjafirnar fyrir gæludýrin. „Við erum með jóladagatöl fyrir hunda og jólasokka fyrir allar gerðir gæludýra, fyrir utan fiska. Allt verður þetta svo á afslætti yfir helgina. Það er um að gera að skella sér í skemmtilegt fertugsafmæli og grípa með sér jólaglaðning fyrir gæludýrin.“
„Við bjóðum alla hjartanlega velkomna í fertugsafmæli Dýraríkisins, börn og fullorðna og er öllum gæludýraeigendum boðið að mæta með gæludýrin í verslanir okkar. Verslunin er að vanda með frábært úrval af gæludýrum sem gaman er að skoða. Hjá okkur starfar þaulreynt og menntað dýraáhugafólk og má þar nefna einn sem er menntaður líffræðingur og fiskeldisfræðingur sem getur svarað öllum spurningum varðandi fiska. Hún Kristín hefur svo verið hjá okkur í 16 ár og alger viskubrunnur þegar kemur að ráðleggingum um dýrahald.“
Vefverslun
Í vefverslun Dýraríkisins dyrarikid.is má finna flestar af þeim vörum sem fást í verslununum. „Við bjóðum upp á fría heimsendingu innan höfuðborgarsvæðisins og sendum vörur samdægurs ef pantað er fyrir kl. 15:00 á virkum degi. Einnig bjóðum við 10% afslátt á vefsíðunni fyrir nýskráða viðskiptavini.“
Verslanir Dýraríksins eru staðsettar í Holtagörðum Reykjavík (gamla Ikea húsinu ), Eyravegi 38 á Selfossi og Tryggvabraut 22 á Akureyri.
Opnunartímar eru frá 11:00-18:00 á virkum dögum og 12:00-18:00 um helgar í Holtagörðum en opið frá 11:00-16:00 á laugardögum á Akureyri og Selfossi.
Við kappkostum ætíð að vera með gæðavörur á frábæru verði og fyrsta flokks þjónustu og eftir að nýjir eigendur Dýraríkisins tóku við hafa þeir lækkað verð enn frekar. Sjón er sögu ríkari!