Moise Kean, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton er ekki sáttur með að faðir hans sé að röfla í fjölmiðlum.
Kean kom til Everton í sumar frá Juventus en hefur ekkert getað, faðir hans sagði það hafa verið mistök að fara til Everton.
Þessi 19 ára framherji kostaði 27 milljónir punda en á eftir að skora í deildinni. ,,Ekki tala um líf mitt þegar ég fer ekki eftir þínum ráðum, ég óttast ekki erfiða tíma,“ sagði Kean.
,,Það besta frá mér mun koma, þetta herðir mig í þeim markmiðum,“ sagði framherjinn sem er óhress.
Faðir hans hafði sagt. ,,Að senda hann til Englands, voru mistök. Hann er of ungur, honum líður ekki vel hjá Everton. Ég var aldrei sáttur með að hann færi þangað.“