Bjarki Hólmgeir Halldórsson hefur skrifað bókina Saknað – íslensk mannshvörf, en þar kafar hann ofan í óupplýst íslensk mannshvarfamál í gegnum tíðina. Meðal annars er fjallað ítarlega um Geirfinnsmálið í bókinni en einnig um fjölmörk önnur mál.
Útgáfu þessarar forvitnilegu bókar var fagnað í Eymundsson Mjóddinni á föstudag. Fjölmenni var í útgáfuteitinu og mikil eftirvænting eftir bókinni.
Meðfylgjandi eru myndir úr hófinu en þær tóku Berglind Amy Guðnadóttir, Ingveldur Bjarnarson og Aðalheiður Svava Hólmgeirsdóttir.