WHAT er fjölmiðill gerður af unglingum fyrir unglinga. WHAT er hópur táninga sem koma víðsvegar úr Reykjavík og sameinast í frístundamiðstöð Tjarnarinnar. Þau gáfu nýlega út myndband sem þau birtu á Facebook síðu sinni titlað „Hvaða skilaboð sendir þú?“
Í myndbandinu er stúlka förðuð og birtast mörg orð, svipuð því sem táningar skrifa undir myndir hjá öðrum. Meðal þeirra eru jákvæð ummæli eins og „sæta mín.“ En svo birtast þau neikvæðu: „Of mikið, fake, photoshop.“ Þegar farðinn er hreinsaður af stúlkunni í lok myndbandsins koma orð eins og „ljót“ og „ertu eitthvað þreytt?“
Það tengja eflaust margar stúlkur við þessi ummæli og baráttuna við þessi neikvæðu ummæli, hvor leiðina sem er farið. Ef stelpa málar sig þá er hún „fake“ og ef hún málar sig ekki er hún „ljót“ eða „þreytt.“
Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.