fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi tillögu um afnám Obamacare: Ósigur fyrir Donald Trump

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 26. júlí 2017 04:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti. Mynd/EPA

57 öldungadeildarþingmenn greiddu atkvæði gegn því að Obamacare verði afnumið þegar öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um málið í nótt að íslenskum tíma. 43 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu. 48 demókratar og 9 repúblikanar greiddu hinsvegar atkvæði gegn frumvarpinu. Þetta er ákveðinn ósigur fyrir Donald Trump, forseta, en afnám Obamacare er eitt af helstu stefnumálum hans.

Samkvæmt frumvarpinu átti að afnema Obamacare og taka upp aðra mynd á sjúkratryggingakerfinu. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, hafði sett inn í frumvarpið að ef það yrði samþykkt myndi verða um tveggja ára aðlögunartíma að ræða þar til Obamacare verði afnumið með öllu. Þennan tíma átti að nota til að skapa nýtt sjúkratryggingakerfi.

Repúblikanar eru með 52 af 100 þingsætum í öldungadeildinni og því þurfa aðeins tveir repúblikanar að fara gegn stefnu flokksins til að ekki sé meirihluti fyrir þeim í atkvæðagreiðslum. Ef atkvæði falla jafnt í öldungadeildinni hefur varaforsetinn oddaatkvæði en ekki kom til þess í þessari atkvæðagreiðslu að varaforsetinn þyrfti að greiða atkvæði því 9 repúblikanar greiddu atkvæði gegn frumvarpinu.

Trump vann ákveðinn sigur í öldungdeildinni í gær þegar hún samþykkti, með oddaatkvæði varaforsetans, að áfram verði haldið að ræða Obamacare og reyna að finna nýtt kerfi í stað þess. En sigurvíman var væntanlega skammvinn.

Áður en til atkvæðagreiðslunnar kom höfðu þrír þingmenn repúblikana lýst yfir andstöðu sinni við frumvarpið og því var ekki annað að sjá en það væri dauðadæmt. Einn þessara þingmanna, Susan Collins, sagði í síðustu viku að hún teldi ekki skynsamlegt að afnema lögin um Obamacare og vonast til að á næstu tveimur árum takist að finna nýtt kerfi.

Hófsamir repúblikanar hafa sérstaklega miklar áhyggjur af þeim hluta Obamacare sem nefnist Medicaid en sá hluti tryggir fátækum landsmönnum aðgang að heilbrigðisþjónustu. Medicaid er mjög vinsælt í mörgum ríkjum, þar á meðal í ríkjum þar sem repúblikanar sitja í stól ríkisstjóra.

Samkvæmt útreikningum fjármálaskrifstofu Bandaríkjaþings munu 32 milljónir Bandaríkjamanna missa sjúkratryggingar sínar fyrir 2026 ef repúblikönum tekst að afnema Obamacare án þess að koma á öðru kerfi.

Öldungadeildin mun halda umræðum um málið áfram á næstu dögum og væntanlega verða fleiri atkvæðagreiðslur um það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka