Japanski kafarinn Hiroyuki Arakawa hefur verið vinur sama fisksins í 25 ár. Hann yfir sér einn af helgistöðum Shinto sem kallast torii og er undir Tateyama Bay. Yfir áratugina þá hefur hann kynnst sjávardýri sem syndir þar um. Sjávadýrið er fiskurinn Yoriko og er asískur „sheepshead,“ og eru þeir mjög góðir vinir. Þetta fallega og einstaka vinasamband náðist á myndband sem hefur gengið eins og eldur í sinu um netheima. Í myndbandinu sést Hiroyuki heilsa fiskinum með kossi.
Ein nýleg rannsókn sýnir að fiskar geta þekkt mannsandlit. „Vísindamenn sýndu fiskum tvær myndir af mannsandlitum og þjálfuðu þá að velja eitt með því að skyrpa á myndina,“ sagði Dr. Cait Newport frá Oxford University við CNN.
„Rannsóknarmennirnir ákváðu að gera hlutina aðeins erfiðari. Þeir tóku myndirnar og gerðu þær svarthvítar og jöfnuðu höfuðlagið. Maður myndi halda að það myndi rugla fiskana. En nei, þeir gátu valið andlitin og meira að segja betur: 86 prósent!“
Sjáðu þessar yndislegu myndir af vináttu Hiroyuki og Yoriko. Við mælum með að þú horfir einnig á myndbandið, allt of krúttlegt!