fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Bjarni Ben ósammála því að Ísland sé spillingarbæli – „Þurfi á smá sjálfsskoðun að halda?“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 15:13

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, ávarpar íslensku þjóðina á Facebook í dag vegna Samherjamálsins. Segir hann allt hafa sinn farveg og að nauðsynlegt sé að leyfa þar til bærum stofnunum að höndla málin og fara beri eftir lögum og reglum.

Einmitt þess vegna sé Ísland eitt þeirra landa sem minnst spilling mælist:

„Við erum stolt af landinu okkar. Við viljum vera í fremstu röð. Við erum framsækin, metnaðarfull og bjartsýn þjóð. Við viljum, þrátt fyrir að vera smá í alþjóðlegu samhengi, skipa okkur á bekk með þeim sem standa fremst á alla mælikvarða mannlífsins og okkur hefur gengið vel samkvæmt öllum úttektum að gera einmitt það. Við tökum fullan þátt í alþjóðlegu samstarfi til að auka velmegun og velsæld landsmanna á grundvelli sanngirni, frjálsra viðskipta og friðar.

Við gerum skýra kröfu um að lög og reglur séu virt og þegar einhver brýtur gegn þessum grundvallargildum gerum við ráð fyrir að slíkt hafi afleiðingar. Við viljum að þar til bærar stofnanir upplýsi, taki ákvörðun um ákæru og dæmi eins og efni eru til. Þannig viljum við að hlutirnir virki, vegna þess að það er rétt. Og það er meðal annars þess vegna sem Ísland skipar sér í flokk með þeim þjóðum heimsins þar sem spilling er minnst.

Þetta er nauðsynlegt að hafa í huga þegar einstaka stjórnmálamenn stíga nú fram og tala um Ísland sem megnasta spillingarbæli. Það skiptir miklu, þegar einstök mál koma upp sem nauðsynlegt er að rannsaka opinberlega, að halda þeim grunngildum á lofti sem tryggt hafa góða stöðu okkar og framúrskarandi lífskjör. Fyrir þeim árangri höfum við barist í kynslóðir og eigum að segja þá sögu með stolti.“

Bjarni þurfi sjálfsskoðun

Þess má geta að Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi orð Bjarna í Morgunblaðsgrein í dag vegna viðbragða hans við Samherjamálinu í gær.

Bjarni sagði í viðtali að rót vandans hjá Samherja væri spillingin í Afríku:

 „Það er nú kannski líka það sem er sláandi og svo sem lengi vitað að spillingin í þessum löndum – auðvitað er rót vandans í þessu tiltekna máli veikt og spillt stjórnkerfi í landinu. Það virðist vera einhvers konar rót alls þess sem við erum að sjá flett ofan af.“

Helga segir að Bjarni sé með þessu að koma sökinni yfir á aðra:

„Með öðrum orðum er fjármálaráðherra að segja að mögulegt mútubrot, peningaþvætti, skattalagabrot og fleira sem fyrirsvarsmenn Samherja eru nú grunaðir um að hafa ástundað í einu fátækasta ríki heims, megi rekja til spillts stjórnkerfis þar í landi. Að þetta sé, svo vísað sé til orða ráðherrans, ekki á nokkurn hátt afrakstur þeirrar sjávarútvegsstefnu sem rekin hefur verið hér á landi, aðallega í boði Sjálfstæðisflokksins. Ekki heldur vegna þess hvernig stórútgerðinni hefur verið gert kleift að sölsa undir sig allar fiskveiðiheimildir landsins árum saman, heldur af því að stjórnmálamenn suður í Afríku séu bara svona spilltir,“

segir Helga Vala og lýkur greininni á þessum orðum:

„Má ætla að fjármálaráðherra þurfi á smá sjálfsskoðun að halda?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?