Bíllinn er af gerðinni Mercedes-Benz EQC en hann kostar um 7,5 milljónir króna. Samningurinn sem gerður var felur einnig í sér kauprétt á þremur eins bílum aukalega á næsta ári. Þessi sportjeppi er kraftmikill en það tekur hann einungis 5,1 sekúndu að komast upp í hundrað kílómetra hraða úr kyrrstöðu.
Samtals mun stjórnarráðið kaupa fjóra svona bíla en það kostar um 30 milljónir króna. Kostnaður stjórnarráðsins við rekstur á ráðherrabílum á árinu 2017 var 16.363.529 krónur.