Harry Maguire, varð í sumar dýrasti varnarmaður í sögu fótboltans. Manchester United greiddi þá rúmar 80 milljónir punda fyrir hann.
Maguire kom frá Leicester en hann átti fast sæti í enska landsliðinu. Þrátt fyrir það var hann ekki með samning við fyrirtæki um skó.
Leikmenn í ensku úrvaldeildinni fá iðulega greitt fyrir að leika í takkaskóm, þannig fær Cristiano Ronaldo rúmar 3 milljarða á ári fyrir að spila í Nike.
Maguire skrifaði undir hjá Puma í vikunni og fær fyrir það 700 þúsund pund á ári eða 100 milljónir króna.
Varnarmenn fá ekki sama lúxusinn og sóknarmenn en athygli vekur hversu mikið meira Ronaldo fær en Lionel Messi.