fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Matur

Íslendingar óðir í matartips Þorgeirs – „Mér fannst ég vera alveg nógu feitur fyrir“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 14:42

Myndin sem Þorgeir deildi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgeir Jón Gunnarsson deildi rosalegu ráði í Facebook-hópinn Matartips. Færsla hans hefur fengið gríðarleg viðbrögð. En rúmur klukkutími er síðan hann deildi færslunni og hafa þegar yfir 270 manns líkað við hana.

„Matartips dagsins: dýfa gifflum í súkkulaði. Getið þakkað mér seinna,“ skrifar hann og vísar í Gifflar snúðana frá Pågen sem fást í flestum matvöruverslunum.

Skjáskot/Facebook

DV hafði samband við Þorgeir Jón til að forvitnast hvaðan þessi hugmynd kom.

„Ég elska súkkulaði og hef vitað að fólk er að setja nutella á snúða. Ég var að súkkulaðihúða jarðaber og sonur minn að borða giffla svo ég stakk einum í og það var líka svona ljómandi,“ segir Þorgeir.

„En annars þá eru einhverjar svona giffla uppskriftir á heimasíðunni þeirra en það er ekki eins góð saga.“

Þorgeir segir að það sé einnig hægt að dýfa snúðunum í alls konar súkkulaði, eins og daim eða með lakkrís.

Vakti athygli

Eins og fyrr segir hefur færslan vakið mikla athygli og hefur fjöldi fólks skrifað við hana.

„Ó þú veist ekki hvað þú varst að gera,“ skrifaði einn netverji.

„Ohh eins og þeir hafi ekki verið ávanabindandi fyrir,“ skrifaði annar.

„Mér fannst ég vera alveg nógu feitur fyrir,“ sagði einn hópmeðlimur

„Þetta er besta hugmynd sem ég hef séð lengi!“ sagði annar.

Einn kom með aðra góða hugmynd fyrir snúðana. „Ég set allan pokann í örbylgju þangað til pokinn springur, eða um 40 sek og borða það svo rjúkandi heitt með ískaldri mjólk.“

Annar sagði: „Geggjað að setja í öbbann og smyrja með nutella.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb