fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Kveikur hafnar ásökunum Samherja og birtir öll samskipti sín við fyrirtækið

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 10:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kveikur hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrðingum Samherja, um að RÚV hafi nálgast fyrirtækið á fölskum forsendum, er hafnað. Eru öll samskipti fréttamanna við Samherja birt einnig því til staðfestingar:

Vegna fullyrðinga forstjóra Samherja hf. í fjölmiðlum um að RÚV hafi nálgast fyrirtækið á fölskum forsendum, hafnað fundarbeiðni og ekki sinnt hlutleysisskyldu sinni við vinnslu á fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöldi telur RÚV ástæðu til að birta öll samskipti fréttamanna og fréttastjóra RÚV við Samherja síðustu vikur.

Svör bárust samstarfsfjölmiðlum Kveiks frá tveimur af hákörlunum svokölluðu. Engin efnisleg svör bárust frá Samherja né einstaka starfsmönnum fyrirtækisins.

Sacky Shanghala, dómsmálaráðherra Namibíu hafnar því að hafa þegið fjármuni frá   Samherja, og vísar til þess að öll hans fjármál séu í umsjá James Hatuikulipi, frá því Sacky tók við embætti. Segir ekkert óeðlilegt við   samskipti sín við Samherja. Öll hafi þau samrýmst embættisskyldum hans.

Tamson Hatukulipi segir ekkert óeðlilegt   við hundruð milljóna ráðgjafagreiðslur til félaga á sínum vegum. Hann hafi   aðstoðað Samherja í að komast í tengsl við kvótahafa í landinu, og það hafi   ekkert með tengdaföður hans að gera.

Samskipti RÚV við Samherja

Þann 15. október sendi Kveikur tölvupóst til Samherja þar sem óskað var eftir viðtali við forstjóra fyrirtækisins. Henni var fljótt hafnað en hún ítrekuð engu að síður.

Viðtalsbeiðni til Samherja 15. október 2019.

  1. október sendi Kveikur aðra viðtalsbeiðni og með fylgdi ítarlegt yfirlit um efni umfjöllunar.

Ítrekuð viðtalsbeiðni til Samherja 25. október 2019.

Í kjölfarið áttu eftirfarandi bréfaskipti sér fram:

Bréf Samherja til RÚV 6. nóvember 2019.

Bréf RÚV til Samherja 7. nóvember 2019.

Bréf Samherja til RÚV 8. nóvember 2019.

Bréf RÚV til Samherja 9. nóvember 2019.

Bréf Samherja til RÚV 10. nóvember 2019.

Bréf RÚV til Samherja 11. nóvember 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún óskar Starmer til hamingju með sögulegan sigur

Kristrún óskar Starmer til hamingju með sögulegan sigur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega og líkir við hræddan strút – „Hefur sýnt að hinn almenni borgari getur étið það sem úti frýs“

Gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega og líkir við hræddan strút – „Hefur sýnt að hinn almenni borgari getur étið það sem úti frýs“