fbpx
Fimmtudagur 05.desember 2024
Fréttir

Er þetta ástæðan fyrir þögn VG um Samherja? Ákveðnir flokkar í uppáhaldi hjá fyrirtækinu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 10:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ljósi þess að Samherjamálið snýst fyrst og fremst um mútugreiðslur til embættismanna og stjórnmálamanna í Namibíu þá hafa margir velt því fyrir sér hvort þetta sama eigi ekki við um á Íslandi. Ef Samherjamenn hafa stundað mútur í Namibíu eru þá ekki allar líkur á því að það sama hafi átt sér stað á Íslandi?

Séu styrkir Samherja til stjórnmálaflokka skoðaðir nokkur ár aftur í tímann þá sést augljóst mynstur. Rétt er að taka fram að þá er einungis átt við um löglega styrki sem Ríkisendurskoðandi tekur saman. Einungis fjórir flokkar hafa fengið styrk frá Samherja frá árinu 2016 og yfirleitt fengu þeir löglegt hámark slíkra styrkja, 400 þúsund krónur.

Flokkarnir eru Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og Vinstri-grænir. Með öðrum orðum þá hefur fjórflokkurinn svokallaði þegið háar upphæðir frá Samherja. Samherji studdi enga aðra flokka á umræddu tímabili.

Í fyrra hlaut Samfylkingin 120 þúsund krónur. Sjálfstæðisflokkurinn fékk hámarkið, 400 þúsund krónur, á sama ári en það fékk VG líka. Framsókn fékk svo 200 þúsund. Árið 2017 fékk enginn flokkur styrk frá Samherja. Árið 2016 fékk Framsóknarflokkurinn 400 þúsund krónur frá Samherja. Samfylkingin fékk hins vegar ekkert það ár. Sjálfstæðisflokkurinn fékk svo 400 þúsund líkt og árið 2018. VG fékk það einnig.

Athygli vekur að VG og Sjálfstæðismenn fengu jafn mikið á síðustu árum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum verið tengdur í huga almennings við kvótakónga en ekki er hægt að segja að VG hafi þann sama stimpil á sér. Lítið sem ekkert hefur heyrst frá flokksfólki í VG eftir afhjúpun gærdagsins.

Samherjamálið snýst í stuttu máli um að gögn eigi sýna að fyrirtækið hafi greitt embættismönnum og stjórnmálamönnum í Namibíu mörg hundruð milljónir króna í mútur til að komast yfir fiskveiðikvóta við strendur landsins. Þetta eiga gögn sem Wikileaks hefur birt að sýna.

Samherji mun hafa veitt hestamakríl að verðmæti um 55 milljarða króna við strendur Namibíu. Mútugreiðslur eru bannaðar bæði á Íslandi og í Namibíu. Viðurlög í Namibíu fyrir mútugreiðslur geta verið fimm ára fangelsi. Málið er til rannsóknar hjá yfirvöldum í Namibíu og er einnig komið inn á borð héraðssaksóknara Reykjavíkur.

Einn þeirra sem hefur bent á þögn VG-liða er Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og sósíalisti. „Þegar kanínan telur sig hvorki geta barist né flúið þegar ógn steðjar að, grípur hún til þess ráðs að þykjast vera dauð. Þannig eru viðbrögð VG-liða við umfjöllun Kveiks og Stundarinnar um Samherja,“ skrifar hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Staða Pútíns er að breytast – Erfið kynslóðaskipti fram undan

Staða Pútíns er að breytast – Erfið kynslóðaskipti fram undan
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir rússneska herinn vera eins og „hjólaskóflu“

Segir rússneska herinn vera eins og „hjólaskóflu“
Fréttir
Í gær

Viktoría handtekin og fjórir fílefldir lögreglumenn fylgdu henni úr landi – „Þetta er ein besta sál sem ég hef kynnst“

Viktoría handtekin og fjórir fílefldir lögreglumenn fylgdu henni úr landi – „Þetta er ein besta sál sem ég hef kynnst“
Fréttir
Í gær

Stjórnarmyndunarviðræður hefjast á morgun – „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra“

Stjórnarmyndunarviðræður hefjast á morgun – „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra“
Fréttir
Í gær

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu
Fréttir
Í gær

Forseti Suður-Kóreu hefur lýst yfir herlögum

Forseti Suður-Kóreu hefur lýst yfir herlögum