Friðjóni R. Friðjónssyni almannatengli er afar misboðið yfir fréttaskýringu Krakka-RÚV um fall múrsins í Berlín árið 1989. Umfjöllunin, sem sjá má í spilaranum hér að neðan, rekur valdabrölt stórveldanna eftir seinna stríð með mjög hlutlausum hætti og lætur ógetið um fjöldaflótta Austur-Þjóðverja til vesturs og morð á fólki sem reyndi að flýja.
Friðjón ritar eftirfarandi pistil um Krakka-RÚV:
Ég átta mig á því að ég hljóma eins og miðaldra fauskurinn sem ég er orðinn.
En þessi frétt Krakkafrétta Rúv (hæ, RÚV – Fréttir ) er svo sjúklega mikil óvirðing við það fólk sem var myrt af austur-þýskum ríkisstarfsmönnum við að reyna að „flytja“ frá austri til vesturs.3.5 milljón manna flúði Austur-Þýskaland frá 1945 til 1961.
148 manns voru drepnir við að reyna að „flytja“ milli borgarhluta eftir 1961.
Enginn var drepinn við að fara í hina áttina, nánast enginn fór í hina áttina, fyrir múr eða eftir að hann var reistur.