fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024

Myndbirting barna á netinu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 12. júlí 2017 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég fékk um daginn bækling í leikskólanum hjá syni mínum sem fjallaði um myndbirtingu barna á netinu. Þá var verið að tala um myndir af börnum þar sem þau eru nakin í baði til dæmis. Þó að við sjálf horfum á myndir af börnunum okkar og sjáum bara fallega stund eru því miður einstaklingar þarna úti sem eru sjúkir og geta misnotað svona myndir.

Rúna Sævarsdóttir höfundur greinar.

Einnig var talað um myndir sem börnin einfaldlega vilja ekki láta birta af sér eða myndir sem sýna barnið í vandræðalegum aðstæðum. Það gæti sett barnið í erfiða stöðu gagnvart bekkjarfélögunum ef þeir kæmust yfir slíkar myndir. Eins þegar skrifað er á samfélagsmiðlum um vandræðaleg atvik sem barnið lendir í.

Mér fannst líka ágætis punkturinn um hópmyndir af börnum. Það er að hafa í huga  þó maður sjálfur vilji birta mynd barninu sínu á netinu vilja aðrir foreldrar það kannski ekki og því ætti maður að ganga úr skugga um að það sé í lagi áður en maður birtir myndina.

Ég held nú að flestir hafi þetta á bak við eyrað en þó kemur það fyrir öðru hvoru að maður rekist á myndir af börnum sem ættu kannski frekar heima í persónulega myndaalbúminu heima. Aðal málið er að sýna bara almenna skynsemi þegar kemur að því að birta myndir eða frásagnir af börnum á netinu.

-Rúna Sævarsdóttir
Greinin birtist fyrst á Öskubuska.is og er endurbirt hér með góðfúslegu leyfi höfundar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Upp úr sauð í Breiðholti: Viðstaddir fullyrða að Baldvin segi ekki alla söguna – „Framkoma hans var til skammar“

Upp úr sauð í Breiðholti: Viðstaddir fullyrða að Baldvin segi ekki alla söguna – „Framkoma hans var til skammar“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Vill taka við enska landsliðinu

Vill taka við enska landsliðinu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eiginkona Arons Einars tjáir sig um framtíðina

Eiginkona Arons Einars tjáir sig um framtíðina
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Íris Dögg ráðin framkvæmdastjóri geðheilbrigðisþjónustu

Íris Dögg ráðin framkvæmdastjóri geðheilbrigðisþjónustu
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ólafur og börnin stefna á karatemót í Rúanda – ,,Hafði ekki brjóst í mér að segja þeim að við ættum alls ekki efni á því“

Ólafur og börnin stefna á karatemót í Rúanda – ,,Hafði ekki brjóst í mér að segja þeim að við ættum alls ekki efni á því“
EyjanFastir pennar
Fyrir 9 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Straumfall til vinstri í sjö ár

Þorsteinn Pálsson skrifar: Straumfall til vinstri í sjö ár
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Harðneita fyrir rasisma – Sagður hafa kallað hann Jackie Chan

Harðneita fyrir rasisma – Sagður hafa kallað hann Jackie Chan

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.