,,Við vorum á rjúpu um helgina og það var ekki mikil veiði, bara hóflega veitt,“ sagði Vilhelm Anton Jónsson, Villi Naglbítur, er við heyrðum aðeins í honum. En margir fóru til rjúpna um helgina og veiðin var ekki mikil sumstaðar.
,,Við fórum á þrjú svæði fyrir norðan og fengum einn fugl á hverju svæði. Þetta var eina sem við við sáum feðgarnir í þessari ferð en þetta var fyrsti túrinn syni mínum. Þetta er góð útivera og labb,“ sagði Vilhelm ennfremur.
Það eru ekki háar aflatölur eftir helgina, jú menn og konur náðu í soðið. Til þess er líka leikurinn gerður.
Mynd. Vilhelm Anton Jónsson og sonurinn Illugi á rjúpnaslóðum.